Morgunn - 01.12.1951, Qupperneq 16
98
MORGUNN
hve margir miðlar vinna af sannleikshollustu og ráðvendni
alla ævi, þrátt fyrir skilyrðin, sem þeim eru búin af
ábyrgðarlausum og eigingjömum fundagestum, sem leita
sambandsins hjá þeim af ómerkilegri forvitni einni sam-
an, e. t. v. frá báðum hliðum tilverunnar.
1 fomöld skildu menn gildi véfréttanna. Þeir drógu sál-
ræna fólkið út úr daglegu samneyti við þekkingarlausan
almenning, byggðu því musteri, sköpuðu því umhverfi,
sem var þrungið af yndisleik og fegurð, létu það engar
áhyggjur hafa af efnalegri afkomu, leiddu það inn í must-
eri þagnarinnar . . . og þannig sköpuðu þeir miðilsgáfunni
hin fullkomnustu skilyrði.
Það, sem oss hlotnast hjá góðum og hreinum miðli, ynd-
isleikurinn, hreinleikurinn og meðvitundin um að vera að
veita öðrum mannssálum blessun og hjálp, veitir miðlin-
um sjálfum ómælanlega hamingju, hamingju, sem er
andleg og eilíf.“
Sálrænar tilraunir eiga menn að stunda með það fyrir
augum, að láta kærleikann ráða starfinu öllu, bæði fyrir
látna menn og þá, sem enn eru á jörðunni. Vér megum
ekki gleyma því, að ógæfa marga þeirra, sem yfir landa-
mærin eru komnir, stafar fyrst og fremst af heimsku-
legum hugmyndum, sem að þeim var haldið á jörðunni,
röngu lífemi og heimskulegri vantrú. Þeir, sem við sál-
rænar tilraunir eru að fást, verða að láta kærleikann
kenna sér þetta.
J. A. þýddi.