Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Side 18

Morgunn - 01.12.1951, Side 18
100 MORGUNN Bræður og systur á sama heimilinu, sem fara öll í sama ferðalag og vilja finna sama sælustaðinn, en greinir ein- ungis á um það, hverja leiðina sé bezt og fljótast að fara. Og nú held ég að þessi fyrmefndu ósvinnuorð og óþyrmi- legu ölnbogaskot á lífsleiðinni, fcéli menn frá ofstæki ills hugarfars. Fæli menn frá þeirri rökvillu, að enginn geti ratað færa leið, nema þeir einir. Fæli menn frá þeirri svefnværð og sjálfsblekking, að þeim einum sé sælan vís, sem trúa ákveðinna manna setningum og skilningi, en þar megi engin efasemi, engin rannsókn eða sannleiksást koma nálægt. Og fæli góða menn og konur frá þeirri of- dirfsku að setja sig í dómarasæti Drottins: Dæma sjálf- um sér sæluna, án mikillar fyrirhafnar, en í öðrum, er þeim sýnist svo, miklu verri kvalastað, en í „myrkrinu fyr- ir utan“, sem Frelsarinn sjálfur nefnir kvalastaðinn. — Kvalastað þann í öðru lífi, sem Kristur sjálfur með engl- um guðs og góðum mönnum, nýlega framliðnum, munu sífellt vera að varpa ljósi inn í, og leiða villuráfandi mann- eskjur úr myrkrinu til ljóssins. Ef umdeild orð geta leitt til þess að fjölga til muna þeim frjálsa hóp, sem í hjartans einlægni leita sannleik- ans og leitast við að laga sig eftir honum, þá tel ég þau betur töluð en ótöluð. Betri ósk og von, en að svo verði, kann ég ekki að velja þjóð minni og meðbræðrum. V.G. „Harmið ekki hina framliðnu með ofursorg. Hinir framliðnu eru yður hollir og trúir vinir.“ Konfucius.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.