Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Page 20

Morgunn - 01.12.1951, Page 20
102 MORGUNN Feda: „Hann er í næsta einkennilegu umhverfi.“ (At- hyglisverð umsögn.) Feda: „Andlát hans gerist með snöggum hætti.“ (Að loknum sæmilega rólegum starfsdegi og að því er virtist óvenju frískur að því sinni, en þegar hann var að hátta hneig hann niður og var þegar örendur.) Eg lét þess nú getið, að ég hefði ekki heyrt getið and- láts neins manns, sem þetta gæti átt við, en Feda hélt áfram að lýsa manni þessum. Feda: „Þetta er ekki ungur maður, þú myndir segja, að hann væri eldri maður.“ (Hann var 65 ára.) Feda: „Ég hugsa, að þú munir heyra eitthvað um hann. Ég sé bókstafinn C hjá honum.“ (Hann starfaði mikið í þágu kirkjunnar okkar í Bromley og hafði gegnt þar margvíslegum störfum. Ekkja hans sagði mér, að hann hefði átt eitt aðaláhugamál utan starfsgreinar sinnar, það var starf í þágu kirkju hans. Sennilega átti bókstafurinn C að minna á þetta.) Feda: „Eitthvað minnir mig á fésýslustörf eða viðskipti. Ég held, að hann hafi ekki verið prestur. Ef hann hefur verið einhvers konar prestur, þá hefur hann líka fengizt við viðskipti. Ég finn, að hann hefur fengizt við eitthvað þess konar.) (Hann var málaflutningsmaður í London.) Feda: „Hvað? Hann er viðfelldinn maður, mjög við- felldinn." (Spumingin bendir til, að einhver hafi verið að segja henni frekar frá þessum manni, en hún segir oft ,,hvað“, er hún bíður frekari upplýsinga um eitthvað.) Feda: „Þú hefur haft eitthvað saman við hann að sælda í viðskiptamálum, áreiðanlega einhvem tíma.“ (Þar sem hann var lögfræðingur minn, hafði hann annazt ýms störf fyrir mig varðandi skýrslur og viðskipti.) C.D.T.: „Ég mun hugsa um þetta.“ Feda: „Ég held þú hljótir að muna eftir þessu síðar.“ C.D.T.: „Hefur hann komið á fundinn?" (Ég spurði svo, af því að það, er Feda hafði sagt, benti fremur til þess

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.