Morgunn - 01.12.1951, Side 21
MORGUNN 103
að hún væri að flytja skilaboð frá gesti, heldur en að
hún væri að segja frá skyggnigreiningu. sjálfrar sín.
Feda: „Já, hann virðist hafa komið, en hann hefur ekki
komið með hinum. Nei, hann er ekki með þeim, en hann
hefur dregizt hingað og fundið leiðina, vegna þess að
hann þekkti þig.“
C.D.T.: Langar þennan fésýslumann til að tala sjálfan?
Feda: „Hann virðist ekki vita, hvernig hann ætti að gera
það. Ég tók bara eftir, hvernig ástandi hans var háttað.
Það er eins og hann hafi dregizt að einhverjum, af því
að enginn annar hefur reynt að tala við hann. Það er
eins og hann sé hálfruglaður. Hann hefur ekki verið lengi
hjá okkur.“ (Þetta benti fremur til skyggnigreiningar af
hálfu Fedu, heldur en endurtekningar á skilaboðum frá
þessum ókunna gesti.)
Feda: „Ég sé ennþá bókstafinn C.“ (Ég hugði, að hér
væri aðeins um endurtekningu á áðurgreindum bókstaf
að ræða, en þegar ég las ekkju hans það, er Feda hafði
sagt mér, sagði hún: „C er upphafsstafur í skímarnafni
mínu, ég heiti Constance“.)
Þannig fórust Fedu orð um mann þennan, sem ég gat
ekki áttað mig á, hver væri að því sinni. Athugasemdir
föður míns og systur minnar (bæði látin), sem benda til
skýringar á því, er gerðist, læt ég fylgja með.
Feda: „John (faðir minn) langaði einmitt til að segja
þér, að hópur manna, sem hefðu enn ekki yfirgefið lík-
ami sína fyrir fullt og allt, væm starfandi hjá okkur
stutta stund í senn, og þeim fjölgaði stöðugt."
C.D.T.: „Eru það máske einhverjir, sem liggja meðvit-
undarlausir í sjúkrahúsum eða heimilum sinum, eða á
það sér stað, að þeir séu jafnframt á ferli hérna hjá okk-
ur með fullri meðvitund um sjálfa sig?“
Feda: „Stundum getur svo verið, ef um örstutta stund
er að ræða og þeir geta orðið hér að liði, þeir kunna sam-
tímis að vera á gangi með ykkur á götunni, en eins og í
hálfgerðri leiðslu eða utan við sig, að ykkur gæti virzt.