Morgunn - 01.12.1951, Qupperneq 22
104
MORGUNN
Núna nýlega heimsóttirðu okkur stutta stund með þess-
um hætti, en þá var eins og — hugsanir þínar hefðu orð-
ið — hvað?“
Sjálfstæð rödd: „viðskila". (Greinilega mátti heyra, að
orð þetta var sagt, svo sem þrem fetum fyrir framan
miðilinn.)
Feda: „Viðskila, sjáðu, þegar þú hefur ekki þurft að beina
hugsun þinni að einhverju sérstöku viðfangsefni, eða ver-
ið að gera eitthvað, sem þú þurftir ekki að einbeita hugs-
un þinni að, ósjálfrátt eða í leiðslu, eins og þú myndir
segja. Hver og einn, sem sæi þig þá, hefði góða og gilda
ástæðu til að ætla, að þú værir kominn hingað. Það væri
mjög eðlilegt. Nú um hríð hefur þú oft verið hérna hjá
okkur, stundum að vísu ljefur þú verið sofandi, en ekki
alltaf, það er ekki sjálfsagt skilyrði til að slíkt geti átt
sér stað. Þetta á sér stað í lífi margra manna.“
C.D.T.: „Einkennilegt."
Feda: „Mér er ekki Ijóst, af hverju hann vill láta segja
þér þetta, en hann langaði til þess. Ég hef veitt því at-
hygli á einum eða tveim fundum, ekki mörgum, að ein-
hver hefur komið, sem mér hefur ekki verið unnt að full-
yrða um, hvort þeir væru alkomnir til okkar eða væru
enn í jarðneskum líkömum sínum.“
C.D.T.: „Rétt er nú það. Ég geri ráð fyrir, að þú sjáir
einhvem mun á útliti þeirra og umhverfi.“
Feda: „Ég finn eitthvað, sem ég veit þó ekki almenni-
lega hvað er, en oft er þó örðugt að fullyrða þetta, þeir
tala við þig og segja þér, hvað þeir séu að reyna að
gera. Faðir þinn segir, að hann hitti oft marga slíka, og
stundum sé sér ekki fyllilega ljóst, hvort þeir séu alkomn-
ir hingað, af því að sá hluti strengsins, er tengir þá við
jarðlifslikamann, er ósýnilegur okkur.“
C.D.T.: „Þú manst það, pabbi, að það er þú sagðir mér
um séra Samúel Beard, var ágætt dæmi þessarar teg-
undar, í fullu samræmi við það, er þú ert núna að segja
mér.“