Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Side 23

Morgunn - 01.12.1951, Side 23
MORGUNN 105 Feda: „Hann segir, að þetta hafi oft gerzt, en það ger- ist jafnvel oftar nú.“ C.D.T.: ,,Er það af því, að mönnum hafi fjölgað í heiminum?“ Feda: „Hann segist halda, að það sé af því, að fleiri menn séu nú að vakna til skilnings á nauðsyn þess að fá eitthvað meira að vita um það, er leynist handan við hulu efnisins.“ C.D.T.: „Já.“ Feda: „Hann segir, að þeir finni að þeir þarfnist ein- hvers, og finni hið innra með sér, að þeir þurfi að vera viðbúnir einhverju, sem þeir geri sér þó ekki fulla grein fyrir, hvað sé, en muni þó vera þeim fyrir beztu, þeir þurfi að taka framförum og leitast við að fá skilið meira. Jæja, þeir skreppa hingað og læra þetta eða hitt, sem þeir flytja svo aftur með sér til jarðvistarinnar, oftast án með- vitundar um það, en kemur þó fram í athöfnum þeirra og breytni með einhverjum hætti.“ Eins og áður greinir lét Feda þess getið, að „hann væri í einkennilegu umhverfi“. Af þessu sýnist mega ráða, að hún hafi orðið vör við svipveru jarðnesks manns, er enn ætti dvöl í jarðneskum líkama sínum. Þetta virðist a. m. k. öllu sennilegri tilgáta, heldur en að hér hafi ver- ið að ræða um skyggniskynjun hennar eða forspá. 1 ann- álum brezka Sálarrannsóknafélagsins, okt. 1926, segir frá hliðstæðu atviki, er Strevett gerði vart við sig á fundi hjá mér, en hann lá í fjarlægu sjúkrahúsi. Hann var þá langt leiddur og frásögn Fedu af návist hans var mjög áþekk því, er hún sagði mér nú. 1 sama bindi er einnig sagt frá því, er faðir minn sagði mér frá séra Samúel Beard, er hann kvaðst vera búinn að hitta, en síðar komst ég að raun um, að hann var ekki látinn, þegar ég var á fundinum, en hann andaðist fáum klukkustundum síðar. Bæði þessi atvik og önnur hliðstæð benda til þess, að vit- rænt samband hafi átt sér stað milli framliðinna manna

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.