Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Page 30

Morgunn - 01.12.1951, Page 30
112 MORGUNN eftir félaga mínum og þeim, sem með honum kæmi, til að afhenda seglið. Er ég hafði setið þarna stundarkom, varð mér litið til stafngluggans á húsinu, þess er að mér sneri. Stendur þá fast út við hann maður, sem mér fannst horfa fast á mig. Var hann að sjá aldraður nokkuð, með dökkleitt alskegg, nokkuð sítt, fölur og bjartur í andliti. Ekki veit ég hvað til þess kom, að ég leit augnablik af honum, en er ég leit aftur í gluggann, var þar enginn. Þó ég væri þess nú fullviss, að hér var ekki að ræða um venjulegan mann, fór ég til hússins og hafði nú meiri hug en áður á því að komast inn, en komst það ekki fremur en áður. I þessum svifum komu menn þeir, sem ég hafði lengi beðið eftir, og héldum við svo heim. Síðan maðurinn við gluggann hvarf mér, finnst mér alltaf, að ég hafi þekkt hann í lifanda lífi. Reykjavík, 7. október 1951, Einar Friðriksson frá Hafranesi. Frú Carrie M. Sawyer, Bandaríkjakona, var einhver frægasti miðill fyrir líkam- leg fyrirbrigði um síðustu aldamót. Og kunnust varð hún vegna þess, að mikilhæfur vísindamaður, dr. Paul Gibier, forstöðumaður sýklarannsóknastofunnar í New York, rannsakaði fyrirbrigði frú Sawyers árum saman í rann- sóknastofu sinni. Hann birti skýrslu um rannsóknir sín- ar í Annales des Sciences Psychiques árið 1901, og þar segir hann frá því, að hann hafi látið frúna sitja í svo þéttriðnu vírneti, að hann gat aðeins stungið litla fingri sínum milli möskvanna. Myrkur var síðan haft inni í vír-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.