Morgunn - 01.12.1951, Page 32
Tilviljun
o
Úr bók Margaret Gordon Moore: Coincidenee—?
Herra Elson var greindur og raunsær maður, og konan
hans var honum talsverð ráðgáta, en hún var fyrirtaks
góð kona og falleg. Hann var hreykinn af útliti hennar,
fágaðri framkomu, mjúkri rödd hennar, — en fyrst og
fremst af skarpri skynsemi, sem hún var gædd. Hann
gat talað við hana um viðskiptamál og þegið af henni
góð ráð í þeim efnum. En fyrir kom hitt, að hún fór út
fyrir þau takmörk, sem raunsæ skynsemi hans setti hon-
um, og honum geðjaðist ekki að því.
Honum var það minnisstætt, að einu sinni eða tvisvar
hafði hún talað við hann um ósýnilega hluti á þann hátt,
að honum féll ekki og hann gat ekki samsinnt. Þetta var
honum ógeðfellt og hann sagði: „Taktu ekkert af þessari
vitleysu alvarlega, elskan mín. Þú ert alltof gáfuð kona
til þess að láta fáeinar tilviljanir gera þig trúgjama eða
fylla þig, eins og marga aðra, hjátrú á anda og krafta-
verk. Það er auðvelt að láta blekkjast.“
,,En ég hef alls ekki látið blekkjast,“ svaraði Elvíra og
brosti elskulega við manni sínum.
„Þú veizt það, Elvíra, að mér geðjast ekki að því, að
þú sért að fást við þessi þokukenndu og fánýtu fyrirbrigði,
og mér væri afar ógeðfellt, ef þú færir nú að sjá sýnir,
verða fyrir dularfullum hlutum, þótt einhverjar tilviljanir
gerist einstöku sinnum, — ég veit að þær gerast. En, elsk-
an mín, þetta er ekki annað en tilviljanir, og þannig verð-
ur skýr og heilbrigð kona, eins og þú, að líta á þær.“
Þetta var gamalt umræðuefni og margþvælt. Hún vissi,