Morgunn - 01.12.1951, Síða 33
MORGUNN
115
að honum var innilega illa við allt þetta. sem hann kallaði
dulræna vitleysu, og að hann trúði ekki öðru en því, sem
hann gat séð og farið höndum um. Þessi eini litli skuggi
var á sambúð þeirra, og hún forðaðist að halda sínum
sjónarmiðum að honum. Af skynsemi sinni sá hún, að
þetta, sem henni þótti svo vænt um, átti einhvem veginn
enga leið inn að hjarta hans, en hún elskaði hann og ást
hans til hennar var henni afar dýrmæt. Hún var stöðugt
að vona, að hann losnaði við þessa hleypidóma, en hún
ákvað, að þangað til svo yrði, skyldi hún forðast þetta
umræðuefni, sem var honum svo ógeðfellt. Hún ætlaði
að bíða átekta.
Þegar hún sá ógeðið speglast í andliti hans, flýtti hún
sér að taka upp umtalsefni, sem hún vissi, að hann hefði
sterkan og varanlegan áhuga fyrir.
John Elson var allt annað en heimskur maður, og hon-
um þótti vænt um, hve elskulega og skynsamlega konan
hans svaraði gagnrýni hans á þessu sérstaka efni. Sumar
konur aðrar hefðu farið að útskýra og rökræða, orðið
móðgaðar eða jafnvel þótzt vita miklu betur. En samt
gat hann ekki annað en óskað þess með sjálfum sér, að
konan hans vildi halda sér betur við jörðina og hætta þess-
um ferðalögum sínum inn í heim, sem hann hvorki gat né
vildi verða henni samferða inn í. Hann vildi hvergi hafa
þetta dularfulla og ósýnilega, nema í Biblíunni. Þar stóð
það og þar átti það heima.
John var trúrækinn maður. Hann sótti kirkju og gekk
jafnvel til altaris, og hann hefði hrokkið við og brugðizt
reiður við, ef einhver hefði leyft sér að bregða honum
um, að hann væri efnishyggjumaður, eða eitthvað í þá
áttina. Hann hélt því hiklaust fram, að ekkert annað en
staðreyndir hefðu áhrif á sig, og að þetta væri skynsam-
legt sjónarmið. Auðvitað vissi hann, að tilviljanir væru
alltaf öðru hvoru að gerast, en að þær væru óskiljan-
legar. Að fyrir kæmi, að tveir menn væru samtímis að
hugsa um að líta inn hvor til annars og mættust á miðri