Morgunn - 01.12.1951, Síða 36
118
MORGUNN
Skyndilega heyrði hann lága og mjúka rödd — rödd
konunnar hans —, og hún sagði greinilega: „John . . .
Hann leit upp og hann sá hana standa þarna í mjúka
kvöldsloppnum sínum. Hún hélt höndunum út í áttina til
hans og sagði: „Hlustaðu á, elsku vinur; ég var að aka
í leiguvagni, en flutningabifreið ók á okkur og gereyði-
lagði vagninn. Þetta var klukkan fimmtán mínútur fyrir
ellefu. Þú verður að trúa því, að ég er lifandi, og mundu
það, elsku vinur, að syrgja mig ekki.“
John Elson stökk reiður á fætur. Þeirri hugsun laust
ofan í hann, að Elvíra væri að gabba hann vegna þess,
hve vantrúaður hann væri, en samstundis varð honum
ljóst, hversu heimskulegt, bjánalegt slíkt væri og ólíkt
konunni hans. Hann þurrkaði sér um ennið með vasa-
klútnum sínum og sagði órólegur við sjálfan sig: „Ég hef
undir niðri verið smeykur um hana. Ég hef ímyndað mér
þetta. Ég ætla að hringja til Klöru,“ og hann hljóp að
símanum, sem einmitt hringdi ákaft um leið. Hann greip
heymartækið og greinileg rödd Klöru var í símanum: „Er
þetta þú, John?“
„Já, er Elvíra ennþá hjá þér?“
„Nei.“ Nú dró niður í Klöru og hann heyrði hana grípa
andann á lofti. Þá varð henni þungt um mál, en hún sagði:
„Geturðu komið hingað fljótt — það hefur orðið — slys
— ó, komdu fljótt." Klara andvarpaði og þagnaði.
„Ég skal vera kominn innan fárra mínútna."
John sleppti heyrnartækinu, hann brá hendinni yfir
augun, opnaði dymar, og hattlaus hljóp hann út á götuna
og náði í leiguvagn. Klara beið hans, náföl og tekin, en
neytti ýtrustu átaka til að vera róleg. Stundarkom leið
svo, að hún mátti ekki mæla, en þá byrjaði hún með
erfiðismunum:
„Elvíra — Elvíra fór ut frá mér klukkan tuttugu mín-
útum fyrir ellefu í kvöld — henni dvaldist lengur hjá bér
nú en vant er — Ó, John, — þetta er hræðilegt."
Hún gafst upp, andlitið afmyndaðist af sorg og með-