Morgunn - 01.12.1951, Page 37
MORGUNN
119
aumkun, og tárin streymdu, stór og þung, niður kinnar
hennar. Henni varð um megn að halda áfram að tala.
„1 Guðs bænum, segðu mér allt“, bað John. „En vertu
fljót, er hún hjá þér?“
Hún sá, hve þjáning hans var óskapleg, og reyndi með
erfiðismunum að halda áfram:
„Þeir fluttu Elvíru til sjúkrahússins, en hún var dáin.
Hún þjáðist ekki, þetta varð allt með svo snöggum hætti.
Vagnstjórinn slapp ómeiddur. Hann gaf þeim upp heimilis-
fang mitt, og þess vegna hringdu þeir til mín, en ég fór
óðara í símann, til að gera þér aðvart. Þetta gerðist
klukkan fimmtán mínútum fyrir ellefu — þetta er hrylli-
legt,“ hvíslaði hún og grét sáran.
Andlit hans var orðið eins og steinrunnið. Nú var ljós
lifs hans slokknað. Yndislega, aðdáanlega konan hans var
dáin.
Hvað hafði hún sagt, eða hvað hélt hann að hún hefði
sagt? „Þú verður að trúa því, að ég er lifandi,“ — Jæja,
ekki var það þá rétt, — og hitt, það var tilviljun. Ekki
kom honum það til hugar, þessum sorgum slegna manni,
sem var óhagganlegur gegn öllu, sem ekki varð höndum
um farið eða jarðneskt, að vera kynni að í krafti kær-
leika síns hefði konan hans verið fær um að vitja hans
á andlátsaugnablikinu, til þess að fullvissa hann um, að
hún væri enn lifandi.
Hann hugsaði oft síðar um þessa kynlegu reynslu, en
gat aldrei sannfærzt um, að hún hefði verið veruleikur.
Hann gerði sér í hugarlund, að hann hefði verið órólegur,
eitthvað úr jafnvægi og þreyttur eftir vinnuna þetta kvöld.
Hann áleit þetta ekki annað en kynlega tilviljun, og hann
minntist hennar sjaldan í einstæðingslífi sínu síðar, en
hann giftist ekki aftur.
Hjarta hans var brostið, og huggunin, sem Elvíra hans
hafði ætlað að gefa honum, fann ekki leið inn að hjarta
hans. Þeirri leið hafði hann sjálfur lokað......
J. A. þýddi lausl.