Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Page 39

Morgunn - 01.12.1951, Page 39
MORGUNN 121 Ég bað hana að segja mér söguna. „Jæja, en hún er löng. Eruð þér alveg vissar um, að þér viljið hlusta á hana?“ Ég fann það á mér, eins og ég hef oft fundið áður við líkar aðstæður, að hana langaði til að segja mér þessa sögu. Líklega skynjaði hún á einhvern, að einmitt ég myndi hlusta á söguna með samúð og skilningi. Þó höfð- um við aldrei áður talazt við um annað en viðfangsefni í þjóðfélagsvandamálum og list, í sambandi við skemmt- unina í leikhúsinu, sem ég gat um. Mig gat ekki rennt grun i, hver þessi saga hennar kynni að vera, en ég reyndi að fullvissa hana um, að það væri mér gleði, að hlusta á eitthvað óvenjulegt, eða m, ö. o. eitthvað merkilegt. ,,En þetta er fremur náið og persónulegt mál“, sagði hún, eins og með nokkurri hlédrægni. og horfði á mig rannsakandi, sem vildi hún lesa hugsanir mínar. Þá tók hún ákvörðun sína og hóf að segja frá með óvenjulega yndislegri rödd: ,,Ég ætti að byrja á því að sega yður, að ég hef aldrei verið svonefnd trúkona. Ég hafði ekki getað trúað á and- legar verur. í lífi mínu sem leikkona og einnig í einkalífi mínu, varð margt fyrir mér, sem ég gat ekki samrímt trúnni á þokukenndar verur, sem ættu að geta birzt fólki í okkar heimi, eins og ég þekkti þetta fólk: sem góða fé- laga, léttúðuga, með allan hugann við jarðneska hluti, holdlega og kærulausa um flest annað. Ég hafði rekið mig á staðreyndir í þessum efnum, sem urðu mér engan veg- inn sársaukalausar. Hvernig mátti það vera, að þetta fólk yrði að öndum eða englum eftir dauðann, já, yrði yfir- leitt að nokkru eftir dauðann? Það fannst mér fjarstæða, og ég trúði ekki á neitt annað en listina og líðandi stund. Samt fullnægði þetta mér ekki. Þá eignaðist ég dásamlegan vin, mann, sem elskaði mig með ást, sem var gjörólík allri annarri ást, sem ég hafði komizt í kynni við. Hann var djúptrúaður, og þó án minnstu tilhneigingar í þá áttina að dæma annarra trú

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.