Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Side 45

Morgunn - 01.12.1951, Side 45
MORGUNN 127 spíritisminn hafi verið henni mikils virði í stormum og baráttu langrar og viðburðaríkrar ævi. Frúin er sjálf miðill. Heima fyrir iðkaði hún um langt skeið ósjálfráða skrift, og segir hún margt frá þeirri reynslu sinni og sambandi fjölskyldunnar við látna ást- vini fyrir miðilsgáfu hennar sjálfrar. Um sumar af þeim frásögnum er það að segja, að sannanagildi þeirra fyrir aðra menn kann að vera fremur lítið, en hitt er auðskilið, að fyrir fjölskyldu hennar voru þessar orðsendingar lát- inna vina mikils virði. Lífsgátan lét ekki hina spurulu, gáfuðu konu í friði, þess vegna varð hún að leita, og spíritisminn svaraði mörg- um þeim spurningum hennar um tilveruna, sem enginn svaraði annar. f upphafi bókarinnar farast henni orð á þessa leið: „Svo lengi sem vér vitum, hefur upp úr órólegu hafi mannsandans staðið klettur, sem mannsandanum tókst aldrei að sigra. öld af öld hefur mannsandinn barizt við þennan klett, eins og ólgandi hafið, voldugt og sigrandi allt annað . .. Kletturinn er spumingin mikla: Hvaðan? Hvert? Hversvegna? Hvaðan komum við? Hvert förum við? Hvers vegna urðum við til? Svo lengi sem mannsandinn hefur hugsað hefur hann leitað svars við þessum spurningum. Og þegar svarið fékkst ekki, hné hann máttvana niður eins og bylgjan. Hann varð að láta sér nægja að trúa. Trúin kom eins og uppbót á þekkingarleysinu. Margir fundu fullnægju í trúnni, en aðrir ekki. Þeir börðust hinni eilífu baráttu, þeir lögðu oft líf sitt fram til þess að finna hið rétta svar. Enginn veit tölu þeirra, sem urðu að borga þessa leit með lífinu sjálfu, dæmdir fyrir villutrú eða galdra. En þeir urðu að leita, leita hvíld- arlaust, til að leysa lífsins og dauðans gátu. Sérhver andleg siðbót er ný mannlífsalda, sem rís til að leita skilnings, leita svars við þýðingarmestu spurn-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.