Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Page 46

Morgunn - 01.12.1951, Page 46
128 MORGUNN ingum mannsandans: Hvaðan kom ég? Hvert fer ég eftir dauðann? Til hvers lifi ég? Spíritisminn er ein slík alda. . .. Ég hef verið geyglaus leitandi. Þessvegna hef ég aldrei sleppt þeim spíritistíska lifsskilningi, sem ég drakk í mig með móðurmjólkinni. Ég hef aldrei þagað um það, að ég er spíritisti. Hvers vegna hefði ég átt að gera það? Vissu- lega hef ég þrásinnis orðið fyrir skynsemdarlausu spotti og sömu bjánalegu orðin hafa þrásinnis verið við mig sögð: „Guð komi til, eruð þér svona hjátrúarfullar? Og ég hélt þó, að þér væruð svo gáfaðar!“ Ég hef venjulega svarað þessu með mínu allra hvers- dagslegasta samkvæmisbrosi og sagt: „Ósköp er leiðin- legt fyrir yður, að yður skuli hafa skjátlazt svona mikið.“ Stundum var ég hvassari og sagði: „Hafið þér nokkum snefil af þekkingu á því, sem þér eruð að tala um? Nei, það hafið þér ekki. Þér eruð ánægðir í þekkingarleysi yð- ar. En munið það, að þeir, sem leita, eru í sannleika lif- andi, þeir, sem ekki leita, em eins og hjúpur utan um það, sem ekkert er.“ ... Að vera spíritisti er ekki fólgið í hjátrú, hugarburði, bamaskap eða trúgimi. Það er náðargáfa, og náðargáfa sem bindur manni skyldur á herðar. Ég hélt út í lífið frá æskuheimilinu mínu sem sann- færður spíritisti, og ég hef alltaf verið það. 1 erfiðleikum mínum hef ég stuðzt við spíritismann, og mér hefur aldrei reynzt hann skaðlegur. Ég missti ekki fótfestuna í því jarðneska lífi, sem mér bar að lifa, þótt ég væri spírit- isti, hugarró minni glataði ég ekki. Þvert á móti gaf spíritisminn mér innra jafnvægi á þeim ámm, þegar ég varð fyrir andstyggilegum og rang- látum ásökunum, misskilningi vegna þess að menn vildu ekki skilja mig, og meðan yfir mig rigndi árásum og blöð- in eltu mig með meira og minna illkvittnislegum gaman- myndum. Þetta innra jafnvægi gaf mér þrek til að halda baráttu minni áfram. ... “

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.