Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Page 52

Morgunn - 01.12.1951, Page 52
134 MORGUNN nesk mannvera, og ég læt hann um sitt. En þér verðið að lofa mér því að segja konunni minni ekki frá þessu, því að þá mundi hún ekki þora að eiga þarna heima leng- ur. Ég hef engum öðrum en yður sagt frá þessu.“ Hversu oft hef ég ekki heyrt þetta hrokafulla orð: „hjátrú“, en segi maður blátt áfram og hreinskilnislega sína eigin dulrænu reynslu, er furðulegt, hve margir aðrir koma og segja það, sem fyrir þá hefur komið af svo kölluðum „yfimáttúrlegum“ fyrirbrigðum, sem fólk segist blátt áfram aldrei geta gleymt. Ef menn em vissir um, að ekki verði hlegið að þeim, em þeir fúsir á að segja frá. Ef fólk hefði yfirleitt hugrekki til að leysa frá skjóðunni, væri hægt að fylla heilar bækur dulræn- um frásögum. Það væri réttara að gefa gaum hinum ósegjanlega mikla áhuga, sem menn hafa fyrir heimi andanna og vitneskju manna um hann, þegar verið er að dæma nútímann fyrir að hann sé á kafi í efnishyggju. Heimurinn er ekki svona, hann er leitandi mitt í allri tækni nútímans. . .. Ég get hugsað mér, að menn vildu spyrja: Hefur nokk- ur maður raunhæft gagn af að vera spíritisti? Eftir minni reynslu stórkostlegt gagn. Síðan ég fór að heyra raddir, varð miðill, kynntist anda- heiminum, komst aldrei neitt andstygilegt inn í sálarheim minn. Ég hafði örugga tilfinningu fyrir því, að það væri yfir mér vakað. En hafðir þú nokkurt gagn af spíritismanum í hvers- dagslífi þínu? Já, einnig þar, þótt jarðlífið yrði mér harður reynslu- skóli. Ég veit ekki, hvernig ég hefði komizt í gegn um þann skóla, ef ég hefði ekki verið spíritisti. Af vonbrigð- um fékk ég miklu meira en nóg. . . . Stundum lá við að öldurnar færðu mig í kaf. Mér er minnisstætt eitt kvöld. Alls konar svívirðileg- um árásum hafði rignt yfir mig, fjarstæðum ásökunum, mér fannst ég ekki þola meira. Ég lá á knjám fyrir fram-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.