Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Side 53

Morgunn - 01.12.1951, Side 53
MORGUNN 135 an rúmið mitt, og ég vissi, að ekkert myndi þýða fyrir mig að leggja mig fyrir, ég myndi aðeins byltast í rúm- inu andvaka langa og svefnlausa nótt. Þá varð mér fyrir að kalla á látinn bróður minn. Getur þú ekki hjálpað mér, Andrés, því að sjálf get ég ekki meira. Þá fann ég hönd strjúka ósegjanlega mjúklega og blítt um hár mitt, strjúka mig um ennið, yfir kollinn og niður á hnakkann, strjúka aftur og aftur. Aldrei get ég lýst þeirri rósemi, sem féll yfir æst og órólegt taugakerfi mitt. Ég varð á svipstundu öll önnur. Óendanlega mild sælu- kennd streymdi niður bak mitt og ég féll í mók. Án þess að afklæða mig fór ég upp í rúmið, breiddi ábreiðuna yfir mig og svaf alla nóttina. Þegar ég vaknaði um morguninn var ég fullkomlega endurnærð og hress. . .. Mig dreymir oft einkennilega, eins og raunar marga aðra. Þegar ég var unglingsstúlka, dreymdi mig að ég væri stödd í einhverjum miklum háska; ég hrökk illa upp, en ég heyrði ennþá í stofunni óminn af hárri rödd, sem hafði kallað „Þann sautjánda í Mnum þriÖja.“ Ég sagði ýmsum þennan draum. Sumir héldu, að hann boðaði að ég mundi deyja þann 17., aðrir að þetta boð- aði giftingardaginn minn. Árin liðu og ekkert gerðist þann 17. En fyrsta bókin mín kom út sautjánda dag hins þriðja mánaðar 1903. ... Ég veit með vissu, að ég hef séð kirkju, sem er horfin fyrir öldum síðan, Fredebjerg-kirkju í Himmerland. Ég var 6 eða 7 ára gömul, kom gangandi að rústunum, en lcirkjan hafði verið lýst í bann á sínum tíma vegna morðs, sem framið hafði verið frammi fyrir altarinu. Um þetta var mér, barninu, ókunnugt með öllu. ... Spíritisminn varð mér sannarlega að raunhæfu gagni á árunum, þegar ég stóð í orustuhitanum og ferðaðist stríðandi frá einum ræðustólnum til annars um þvert og

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.