Morgunn - 01.12.1951, Síða 54
136
MORGUNN
endilangt landið. Og þó hjálpaði spíritisminn mér ennþá
meira, þegar ég tók fyrir að skrifa sögulegar skáldsögur.
Ég hef talað við enska rithöfunda um „innblásturinn".
Þeim hefur farið eins og mér, að þegar þeir hafa eftir á
lesið einhverja af bókum sínum nýprentaðar, þá hafi þeim
orðið á að spyrja sjálfa sig: Hef ég raunverulega skrifað
þetta, eða var mér gefin andleg hjálp frá einhverjum
öðrum heimi?“
Frú Thit Jensen ritar langa kafla um vinnuaðferðirnar,
sem hún notaði, þegar hún skrifaði hinn mikla og merki-
lega sagnabálk sinn um sögulegar persónur, og hún vík-
ur að þvi þar, hvemig hún hafi oftar en einu sinni fengið
dulrænan innblástur, sem hún fór eftir, þegar hún var
að skapa persónumar í þessum bókum.
Og bókinni, sem ég hef verið að segja hér frá, lýkur
hún með þessum orðum:
„Enn sé ég ljóslifandi fyrir augum mér klettinn, sem
ósigrandi rís úr hafinu við Færeyjar, og hafið teygja
armana árangurslaust eftir klettinum, til þess að draga
hann til sín ... þannig grípur mannsandinn eftir lausn-
inni á gátu tilveru sinnar.
Hvaðan? Hvert? Hversvegna?
Ef mannsandanum tekst nokkumtíma að leysa þýðing-
armestu gátu tilveru sinnar, verður það spíritisminn einn,
sem leysir gátuna.
Andinn og vísindin í samstarfi.“
J.A.