Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Page 55

Morgunn - 01.12.1951, Page 55
Karl ftólfti birftisft skáldinu Vemer von Heidensftam. Karl XII. er eirrn ástsælasti konungur, sem Svíar hafa átt. Hann fæddist 17. júní 1682 í konungahöll Svíþjóðar, og hafði náð frábærum þroska á líkama og sál 15 ára gamall. Viíjakraftur hans var þá þegar orðinn nær ótrú- legur, vitsmunirnir þroskaðir, og auk þess var hann gædd- ur óvenjulega sterkri trú á handleiðslu Guðs, daglega ná- lægð og hjálp. Fimmtán ára gömlum var honum boðin konungstign Svíþjóðar, og hann tók henni með þessum orðum: „Þótt mér sé ljós sú byrði, sem ég tek á herðar mínar, vil ég ekki skorast undan henni, en bið Guð um hjálp.“ Með þessum huga settist hann í hásæti föður síns. Þá var hann einráðinn í að byrja aldrei styrjöld að fyrra bragði, en verjast til hins ýtrasta, ef á hann yrði ráðizt. Stríðið hófst, og morgun eftir morgun féll hinn ungi konungur — naumast af barnsaldri — á kné í broddi litla hersins, sem hann stýrði, og ákallaði hjálp Guðs. Sigrar hans þóttú ganga kraftaverki næst og trúardjörfung hans var svo mikil, að hann hikaði ekki við að ráðast með f jórum þúsundum gegn ofurefli sextíu þúsunda f jandmanna. Vinir hans vöruðu hann við dulbúnum óvinum, sem sætu um að ná honum á vald sitt, og vildu, að hann hefði jafn- an um sig vopnaðan vörð, en hann svaraði: „Ég hef næg- an vörð um mig, því að Guð er með mér.“ Litli herinn hans fylgdi honum einhuga á sigurför, sem heimurinn horfði undrandi á. En hann treysti Guði og bænin gerði hann ótrauðan og styrkan.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.