Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Page 56

Morgunn - 01.12.1951, Page 56
138 MORGUNN Þegar hann var 25 ára gamall, varð mikil breyting á. Þann vetur sat hann Altranstadt, og þá var virðing hans svo mikil, að nærfellt allir kristnir þjóðhöfðingjar sendu til hans sendiherra sína, til að sýna honum hollustu. Tóm- stundirnar notaði Karl XII. þennan vetur til að kynna sér rit Leibnitz og annarra heimspekinga, en þá glataði hann barnstrú sinni á guðlega handleiðslu og hjálp. Aldahvörf urðu í lífi hans. Tímar kraftaverkanna voru liðnir, þeir hurfu með trú hans á Guð og bænalífi hans. öðlaðist Karl XII. aftur trúna síðustu augnablik ævi sinnar? Sænska tímaritið Spiritualisten segir frá athyglis- verðu atviki, sem bendir til þess, að sjálfur hafi konung- urinn komið aftur og vitrast rithöfundinum Vemer von Heidenstam, meðan hann var að rita ævisögu hans, öldum síðar, til þess að sannfæra hann um, að trúna hafi hann eignazt aftur undir andlátið. Tímaritið segir söguna eftir hinum heimsfræga landkönnuði og rithöfundi Sven Hedin, sem segir, að sjálfur hafi Heidenstam sagt sér fyrirburð- inn, en frásögn Hedins er þessi: „Þegar Heidenstam var að skrifa sögu Karlunganna, vildi hann vera í umhverfi frá þeim tíma, og hann valdi höfðingjasetrið Nor, sem var byggt á dögum Karls XII. Skrifborðið, sem hann vann við, stóð í litlu herbergi, sem var innar af riddarasalnum. Stór stigi lá upp í forstofu og úr henni var gengið beint inn í riddarasaiinn. Það var að sumarlagi og dymar stóðu opnar. Naumast var Verner von Heidenstam gefinn fyrir að vera einn um nætur í gamalli höll, en einn sat hann uppi um nótt og vann að ritverki sínu. Hugarfluginu beitti hann til hins ýtrasta, hugsaði svo sterklega sem hann gat, og reyndi að kalla fram fyrir innri augum sínum mynd- ina af unga manninum. . . . Sokkinn í hugsanir sínar sat rithöfundurinn, en skyndi- lega hrökk hann við og hætti að vinna. Hann heyrði hljóð, líkt og hringlað væri saman lyklum, og hljómurinn var eins og silfurhljómur. Hann hlustaði og undraðist með

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.