Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Qupperneq 56

Morgunn - 01.12.1951, Qupperneq 56
138 MORGUNN Þegar hann var 25 ára gamall, varð mikil breyting á. Þann vetur sat hann Altranstadt, og þá var virðing hans svo mikil, að nærfellt allir kristnir þjóðhöfðingjar sendu til hans sendiherra sína, til að sýna honum hollustu. Tóm- stundirnar notaði Karl XII. þennan vetur til að kynna sér rit Leibnitz og annarra heimspekinga, en þá glataði hann barnstrú sinni á guðlega handleiðslu og hjálp. Aldahvörf urðu í lífi hans. Tímar kraftaverkanna voru liðnir, þeir hurfu með trú hans á Guð og bænalífi hans. öðlaðist Karl XII. aftur trúna síðustu augnablik ævi sinnar? Sænska tímaritið Spiritualisten segir frá athyglis- verðu atviki, sem bendir til þess, að sjálfur hafi konung- urinn komið aftur og vitrast rithöfundinum Vemer von Heidenstam, meðan hann var að rita ævisögu hans, öldum síðar, til þess að sannfæra hann um, að trúna hafi hann eignazt aftur undir andlátið. Tímaritið segir söguna eftir hinum heimsfræga landkönnuði og rithöfundi Sven Hedin, sem segir, að sjálfur hafi Heidenstam sagt sér fyrirburð- inn, en frásögn Hedins er þessi: „Þegar Heidenstam var að skrifa sögu Karlunganna, vildi hann vera í umhverfi frá þeim tíma, og hann valdi höfðingjasetrið Nor, sem var byggt á dögum Karls XII. Skrifborðið, sem hann vann við, stóð í litlu herbergi, sem var innar af riddarasalnum. Stór stigi lá upp í forstofu og úr henni var gengið beint inn í riddarasaiinn. Það var að sumarlagi og dymar stóðu opnar. Naumast var Verner von Heidenstam gefinn fyrir að vera einn um nætur í gamalli höll, en einn sat hann uppi um nótt og vann að ritverki sínu. Hugarfluginu beitti hann til hins ýtrasta, hugsaði svo sterklega sem hann gat, og reyndi að kalla fram fyrir innri augum sínum mynd- ina af unga manninum. . . . Sokkinn í hugsanir sínar sat rithöfundurinn, en skyndi- lega hrökk hann við og hætti að vinna. Hann heyrði hljóð, líkt og hringlað væri saman lyklum, og hljómurinn var eins og silfurhljómur. Hann hlustaði og undraðist með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.