Morgunn - 01.12.1951, Qupperneq 58
140
MORGUNN
daglegum störfum sínum aftur og rótaði í bókabúnka,
las hann bók, sem hann hafði fengið eftir Topelius: Bæn
Karls XII. við Narva. Undir áhrifum frá þessari bók og
samkvæmt næturvitruninni gerði hann nokkrar breyting-
ar á handriti sínu. Upprunalega hafði hann ekki ætlað
sér að minnast á trúarlíf í frásögn sinni, en nú gerði hann
breytingu á því og lét trúaráhrifin í lífi Karls XII. njóta
sín.“
Draumur fyrir daglátum.
Eftirfarandi draum dreymdi mig þegar ég var 12 ára.
Ég þóttist vera staddur í dal, sem ég ekki þekkti og
hafði ekki áður komið í.
Dalur þessi sýndist mér mjög langur, en fremur þröng-
ur. Stór á rann eftir dalnum. Marga bæi sá ég í dalnum,
og sýndist mér víða mikið lengra á milli bæjanna en í
Aðaldal í S.-Þingeyjarsýslu, þar sem ég átti heima.
Ég sá, að austanverðu dalsins voru víðast hvar allháar
heiðarbrekkur, en ekki brattar. Að vestanverðu dalsins
sýndist mér hár og brattur f jallgarður, og var þar miklu
meira af djúpum giljum og grafningum en að austan-
verðu.
Mér fannst ég vera nyrzt í dalnum að austanverðu. Held
ég nú suður dalinn og fer fram hjá tveimur bæjum. En
er ég kem á móts við þriðja bæinn, fer ég þangað heim.
Hittist þá þannig á, að þar eru 2 menn á hlaðinu. Ekki
þekkti ég þá. Þessir menn voru að járna rautt hross, og
tók ég eftir því, að hrossið hafði klaufarhóf á einum fæt-
inum.
Það þótti mér undarlegt, að mér virtist vera spöng yfir
skeifuna þvera á klaufarhófnum.
Ég minnist þess ekki að ég hefði tal af þessum mönnum
eða stanzaði þar lengur en meðan ég veitti eftirtekt því,