Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Side 63

Morgunn - 01.12.1951, Side 63
MORGUNN 145 an gerðu óskundann á síðasta fundi. Orðbragðið er ekki betra en fyrr. Samt hafa þeir hægra um sig. „Hvað segir hann?“ spyr ég gæzlumann eitt sinn, þegar ég ekki heyri glögglega, hvað sagt var. Röddin heyrðist þá riokkru nær gæzlumanni, en þó allfjarri miðli. ,,Ég heyrði það ekki glögglega“, svarar hann, „Mér heyrðist hann segja: Keep your mouth! á ensku.“ *) „Og bölvaður bjáninn að vita ekki að það heitir keep your tongue!“ svarar röddin samstundis. Ég heyri nú aðra röddina eins og undir stól miðilsins í horninu á bak við hann. Stóllinn fer að hreyfast til og gæzlumaður segir, að honum sé lyft upp með miðlinum. Þegar sviptingar þessar ágerast og jafnvel stól gæzlu- manns er velt, flyt ég mig inn til miðils og sezt þar fast hjá honum til vinstri við hann, en hinumegin sat gæzlu- maður. Ég tek með annarri hendi í tágastólinn, sem mið- ill situr á, er ég hafði þreifað, hversu hann sat. Stóllinn var við og við á talsverðri hreyfingu, sem var mjög kyn- leg. Það var eins og stóllinn spriklaði. Ég heyri nú afar glöggt röddina eins og niðri á gólfi undir stólnum. Nokkru áður en ég flutti mig inn til miðilsins heyrðist sem maður blési fast þar í nánd við þá félaga. Gæzlu- maður segir, að blásið hafi verið á sig. Líka hafi hönd komið við sig oftar en en eitt sinn. Þegar ég hef setið þarna hjá miðlinum nokkra stund, er blásið framan í mig allfast, svo glögglega heyrðist um allt herbergið. Meðan blásið var, talaði miðillinn óslitið án þess að nökkur stanz yrði á. Með munninum gat Jiann því ekki blásið og mér var ókunnugt um, að hann eða gæzlumaður hefðu nein áhöld til að blása þannig. Auk þess sneri andlit hans frá mér og höndum hans var haldið, en höfuð gœzlumanns var t annarri átt en þeirri sem blást- ur þessi kom úr. Hinir sem viðstaddir voru sátu allfjarri *) Bögumœli á ensku: haltu kjafti. Rétt var aS segja: keep your tongue! Miðillinn kann litið í ensku, en vel gat verið að hann kynni þessi orð.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.