Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Side 69

Morgunn - 01.12.1951, Side 69
MORGUNN 151 beggja, meðan zítarinn flaug um í loftinu. Jafnframt gat ég hvað eftir annað fullvissað mig um, að glampinn var af bandi mínu á honum. Síðara atriðið, hve langt zítarinn færi, athugaði ég með samtímis miðunum í ýmsar áttir. Þær sýndu, að zítarinn hreyfðist fyllilega 4—5 álnir burtu frá miðli. Hreyfingarnar hlutu því að vera því sem næst jafnmiklar og fljótar eins og öllum virtist í byrjun. Þessi tilraun með lýsandi liti bar þannig að sama brunni og fyrri athuganimar í myrkrinu: hlutirnir hreyfðust á einhvern óskiljanlegan hátt og jafnvel þannig, að ég gat oft ekki séð, hversu nokkur maður hefði getað komið slíkri hreyfingu af stað, þó hann hefði verið allur af vilja gerður. Aðeins eitt sinn þóttist ég sjá eina pjáturtrektina hreyf- ast í fullri birtu. Það hafði verið kveikt skyndilega með- an talsverð ókyrrð var. Þegar ljósinu var brugðið upp, sýndist mér trektin skríða áfram 2—3 þumlunga, en þetta blasti ekki beint við mér, svo athugunin var óviss. Síðar átti ég tal við konu, sem sat nær. Hún fullyrti, að trektin hefði glögglega hreyfzt í birtunni. Ýmsir eldri tilraunafélagsmenn hafa fullyrt það við mig, að þeir hafi séð jafnvel þunga hluti hreyfast í fuTlri hirtu (dagsljósi, ljósi af góðum lampa), t d. stóla, rúm o. fl. Ein sagan var sú, að tveir glöggir menn hefðu horft á miðilinn svífa í lausu lofti. Þeir handsömuðu hann, er hann sveif í loftinu og áttu fullerfitt með að halda hon- um niðri! Ég skal engan dóm á sögur þessar leggja, en ef því má trúa, að hlutir geti hreyfzt af sjálfu sér í myrkri, þá er hitt litlu lygilegra, að þeir geti hreyfzt í birtu. * # # Ég hef áður getið þess, að Ijósi var oft brugðið upp. Ég veit, að allir spyrja: Því var ekki kveikt, þegar mest var um að vera, því ekki meðan miðillinn sveif í lausu lofti og gæzlumaður togaði í axlir hans, því ekki meðan hljóðfærið var að hringsóla fram og aftur? Ef þetta hefði

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.