Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Side 73

Morgunn - 01.12.1951, Side 73
MORGUNN 155 tal að ræða og hölluðust fremur á þá sveif, að raddirnar væru í raun og sannleika það, sem þær sögðust vera: radd- ir dáinna manna, þó það kynni að litast, sem talað var, af hugsunum miðilsins. Ýmsar ástæður töldu menn fyrir þessu og var sú ein. að stundum töluðu tvcer raddir í senn. Fullyrt var, að þetta hefði komið fyrir, og ég tel það óhugsandi, að nokkur maður geti talað tveim röddum í senn með búktali. Ég heyrði þetta aldrei og vefengdi því algerlega þessa sögusögn. Seint og síðar bar þó nokkuð fyrir mig, sem ég undrað- ist stórum, og sýndist algerlega koma í bága við búktals- skýringuna. Það var ekki sjaidan, að þessar raddir sungu, stundum lítið og óáheyrilega, stundum hátt og skýrt, heil lög. Víst. tvisvar sinnum heyrði ég tvcer raddir syngja sama lagiö í senn svo glöggt og skýrt sem frekast varð á kosið. Var önnur röddin há, hvell kvenmannsrödd, en hin dimm, skjálfrödduð karlmannsrödd. Raddir þessar komu báðar frá auða svæðinu, þar sem enginn var, mér vitanlega, nema miðillinn, og voru ekki minna en 4—5 álnir milli þeirra. Þessi athugun var svo glögg, að um hana varð ekki efazt. Ef þetta á að skýrast á eðlilegan hátt, hljóta 2 viðstaddir að hafa kunnað búktal og það af mestu list. Ekki er þessi tilgáta sennileg, en sé henni sleppt, er varla um annað að gera en að álíta raddirnar yfirnáttúrlegar eða óskiljanlegar. Eftir að ég hafði orðið þessa var, vissi ég varla, hvað halda skyldi um raddir þessar. Kitt er víst, að oftast var það sem sagt var meira eða minna blandað hugsun miðilsins, það dró dám af honum. Ur því ég minnist á sönginn, má geta þess, að í honum var oft og einatt auðfundin list, sem bar órækan vott um scngþekking og söngæfing. Einn af söngfróðum félags- mönnum sagði mér jafnvel, að helzta sönnunin fyrir því að fyrirbrigðin gætu ekki verið á neinum svikum byggð, væri í sínum augum sú, að enginn viðstaddur gæti á nokkurn hátt sungið svo listfengt, sem stundum vildi til. Einu sinni var kunningja mínum boðið á fund í félaginu

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.