Morgunn - 01.12.1951, Page 81
MORGUNN
163
Ég vil aðeins drepa á eitt fyrirbrigði af mörgum, sem
ég hef sleppt að geta um. Á mörgum fundum voru gerð-
ar tilraunir til þess að „hinir ósýnilegu gestir“ gætu gert
sig sýnilega, því áður hafði þetta tekizt, þó sjaldan væri
og sáust þá í myrkrinu meira eða minna ljósar manna-
myndir í skínandi hjúp, sem lýsti í myrkrinu, að því er
mér er sagt. Tilraunir þessar heppnuðust aldrei, en margt
kynlegt bar við á fundum þessum. Oft kom þannig gust-
ur mikill eins og vindur blési í lokuðu, gluggalausu her-
berginu, og náði þessi vindstroka stundum yfir margra
álna svæði og það með svo miklu afli, að blöð blöktu í
opinni skrifbók, sem lá á hné mínu. Með gusti þessum
heyrðist ekkert hljóð, sem skýrt gæti, hversu á honum
stæði. Mér var hann því alveg óskiljanlegur.
Ég vil ekki telja fleira. Það yrði of langt mál. Að end-
ingu verð ég þó að geta þess, að þrátt fyrir fjölda at-
hugana varð ég aldrei þess var, að gæzlumaður sá, sem
fyrr er drepið á, og jafnaðarlegast hafði gætur á miðl-
inum, hefði nein brögð í frammi. Þvert á móti voru allar
athuganir hans keipréttar og glöggar, þar sem ég gat
dæmt um. Aðeins í eitt sinn varð ég var við dálítinn af-
sakanlegan misskilning, sem stafaði af myrkrinu. Maður
þessi hefur öllum framar haft óvenjuiega gott tækifæri
til þess að kynnast fyrirbrigðunum, svo gott, að hann
hefði hlotið að vera meira en blindur, til þess að iáta sí-
fellt leika á sig. Dómur hans um fyrirbrigðin er sá, að
enginn minnsti vafi geti verið um virkileik þeirra. Og
hann er maður sannorður og vel metinn af öllum.
Guðm. Hannesson.