Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 22
16
MORGUNN
heims og hins ósýnilega, þangað til aðrir tæknilegir mögu-
leikar til sambandsins kunna að firínast.
Guðspekingar og dulhyggjumenn hafa tilhneiging til að
gera lítið úr starfi miðilsins og telja sig kunna æðri leiðir.
En þrátt fyrir alla þá þekking, sem þeir telja sig búa yfir,
er það á valdi þeirra að sannfæra einn einasta efasemd-
armann?
Það er mikið mein, að menn greina ekki hina góðu og
sönnu miðla, sem gera mannkyninu mikið gagn, frá hin-
um ósönnu, sem trúgjarnt fólk eltir á röndum, þótt þeir
séu aðeins á valdi sjálfssefjunarinnar einnar. En þá fyrst,
er vér höfum lært að þekkja lögmál miðilsgáfunnar, verð-
ur oss unnt að hreinsa burt uppgerðarmiðlana. Það er
óhemjulega nauðsynlegt að halda þessum rannsóknum
áfram, svo mikið er undir þeim komið.
J. A. þýddi eftir Ps. News.
Dr. Poul Gibier
(1851—1900), forstjóri amerísku Pasteur-stofnunarinnar
í París, gerðist áhugasamur sálarrannsóknamaður eftir að
hann kynntist miðilsgáfu Carrie Sawyer. Hann gerði til-
raunir með hana um tíu ára skeið í rannsóknarstofu sinni
og heima hjá sér og gekk úr skugga um afar merkileg
fyrirbrigði. Hann ætlaði að fara með miðilinn í þriggja
ára ferðalag um Evrópu og Afríku til samvinnu við kunna
vísindamenn, þegar hann lézt af slysförum. Nóttina áður
en hann dó, dreymdi hann slysið, sem hann varð fyrir,
sagði konu sinni frá því um morguninn, en tók ekki
mark á því.