Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 29

Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 29
MORGUNN 23 til í þúsundatali. Einn þeirra, sem með fullkomlega sann- færandi hætti hefur sagt frá móttökunum og lífinu fyrir handan dauðann, er Raymond, ungur enskur liðsforingi, sem féll í fyrri heimsstyrjöldinni. Um mörg ár var hann í sambandi við Nóbelsverðlaunamanninn Sir Oliver Lodge, og hann hefur sagt frá þessu í bók sinni um Raymond. Sú bók býr yfir miklum sannfæringarkrafti. Ég vil nota tækifærið til að benda á, að hinar spíritistísku bókmenntir eru umfangsmeiri en flesta menn grunar. Nokkuð af þeim hefur komið út á sænsku, og það er ómaksins vert að kynnast þeim. Samkvæmt skoðun óteljandi margra manna á lífið sér markmið, tilgang, og vér höfum ekki leyfi til að ganga fram hjá þessu án athugunar. Og þessir menn eru engan veginn allir draumóramenn, þótt til séu þar eins og ann- ars staðar. Meðal þeirra eru heimsfrægir rannsóknamenn og alkunnir vísindamenn, a. m. k. alkunnir yður, svo að ég þarf engin nöfn að nefna. Ekki mun ég heldur nefna nöfn þeirra, sem gerzt hafa andmælendur þeirrar fram- haldslífsvissu, sem ég er að túlka. En er hægt að hugsa sér nokkuð vesaldarlegra en mannkrýli, sem skilyrðislaust neitar öllu því, sem hans litli skilningur nær ekki yfir og hans eigið óljósa vit kann ekki að flokka? Er nokkuð til ömurlegra en maður, sem lifir í heimi óskiljanlegra undra, verður því nær daglega vottur að þeim, en reigir sig samt, rekur ýstruna út í loftið og lýsir hátíðlega yfir: fyrir utan mig er ekkert til? Þess konar menn eru Þrándur í Götu fyrir þróuninni. Fyrir einni öld sagði fólk hér á þessa leið: „Á efstu dögum heimsbyggðarinnar munu vagnar renna áfram, án þess að hestar dragi þá“. Andspænis þessu undri, nefnilega bifreiðinni, svimaði mennina þá. En sjálfir vér, sem lifum á öld undranna, neitum því samt enn, að ný undur muni gerast. Að þessu líkjumst vér for- feðrunum, þótt öll tilvera vor sé eitt samfellt undur. Vér höfum nú meiri þörf en nokkuru sinni fyrr fyrir auðmýkt og trú andspænis hinu óþekkta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.