Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 35
MORGUNN
29
fjarhrif. Sama daginn og ég ákvað að ná sambandi við
þetta félag, barst mér bréf frá stjórninni, með þeirri ósk,
að ég vildi segja hér eitthvað frá reynslu minni í þess-
um efnum. Þá reyndi ég að segja þannig frá, að sem
flestir tilheyrendanna gætu fundið eitthvað sameiginlegt
í minni reynslu og sinni. 1 innsta kjarnanum erum vér
menn ekki svo býsna ólíkir. Og hví ættum vér að vera
það, fyrst vér erum allir frá sömu uppsprettu komnir, og
sami andi býr í oss öllum, hvort sem oss er það ljóst eða
ekki. Og fyrr eða síðar skal þessi andi taka stjórnina í
sínar hendur, vísa oss veginn, en þá verða áhyggjur vor-
ar minni, vegurinn verður bjartari og gleðin meiri.
Ég er ekki að segja, að ég hafi náð þessu, en ég er bú-
inn að fá hugboð og vitneskju um það. Þessvegna er það,
að ég hef þor til að tala um þessi þýðingarmiklu mál. Og
þessvegna er það, að ég lýk máli mínu með þessum orð-
um: Vér þurfum engu að kvíða í sambandi við það, sem
vér nefnum dauða.
J. A. þýddi.
Jan Fridegaard,
höfundur greinar þeirrar, sem fer hér á undan, er einn
af gáfuðustu og kunnustu ungum rithöfundum Svía nú á
dögum. MORGUNN hefur getið þess áður, hve geysilega
athygli það vakti, er hann gerðist sannfærður spíritisti
fyrir fáum árum og lýsti yfir opinberlega sannfæringu
sinni. Hann hefur ekki legið á skoðun sinni síðan, heldur
flutt erindi og skrifað um málið. Sennilegt er, að hann eigi
eftir að hafa áhrif á marga.