Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 55

Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 55
MORGUNN 49 skáldsögu, „en mér datt ekkert nýtilegt í hug,“ segir Ste- venson. En svo dreymir hann þrjá meginþætti söguefnis- ins nótt eina, og meginatriðið, sem veldur straumhvörf- um í rás viðburðanna, kom ósjálfrátt. Saga hans „Olalla" er almenningi ekki eins kunn, en hann segir, að megin- efni hennar sé frá „litla fólkinu" sínu komið, það hafi sýnt sér þetta í draumi. Hann spyr eðlilega: „Hverjir eru þessir litlu gestir mínir?“ En hvorki honum eða öðrum hefur tekizt að svara þeirri spurningu á fullnægjandi hátt. Swinburne, samtíðarmaður Stevenson’s (1837—1909), segir að fyrstu þrjú upphafserindin í kvæði sínu: „Spring in Winter“, hafi hann heyrt í draumi. Ljóðskáldið William Archer var draumamaður mikill, og um tíu ára skeið gerði hann sér það að venju að skrá drauma sína jafnóðum. Han ritaði bók um reynslu sína og segir hann þar frá sumum þeirra. Engum þeirra verður þó skipað í flokk þeirra drauma, sem rætast eða koma fram, en þeir eru eigi að síður fagrir og myndauðugir. Bernard Shaw segir, að hann hafi vakið máls á því við Archer, að þeir skyldu vinna saman að samningu leikrita, en Archer kvað sér ekki unnt að verða við tilmælum hans, hann taldi sig ekki hafa nægilegt vald á framsetningu efnis i samtalsformi. En Shaw hefur frá því sagt, að einn af draumum Archer’s, er hann dreymdi á efri árum sín- um, hafi haft verulega þýðingu fyrir hann. Draumur þessi varð til þess, að Archer samdi leikritið: „The Green God- dess“, en leikrit þetta fékk ágætar viðtökur bæði í Amer- íku og Englandi. Reynsla Mr. Edward Lucas White á þessu sviði er einn- ið hin athyglisverðasta og jafnvel furðulegri en Steven- son’s að sumu leyti, en draumskynjanir hans berast með nokkuð öðrum hætti inn í vitundarlíf hans. Hann var kennari í latinu og grísku við skóla í Baltimore, en þrátt fyrir kennslustörf sín vannst honum tími til að skrifa sögulegar skáldsögur. 1 löngum formála að „The Song of the Sirens“, segir hann nokkuð frá draumareynslu 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.