Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 38
32
MORGUNN
2. DRAUMUR UM DÁINN VIN.
Það dreymdi mig 5. ágúst 1910, að mér þótti ég standa
á þilfari á skipi því, er ég var sjómaður á. Sá ég þá ljós-
rák, er lá svo undarlega á sjónum, að hún leit út sem
band eða snúra. Fann ég að annar endinn lá inn í brjóst
mitt, en hinn þóttist ég vita, að lægi heim til vinar míns,
sem var í 70 mílna fjarlægð. Átti hann heima á Eyri við
Kolgrafarfjörð í nýjum bæ, sem hann reisti eftir að ég
fór til sjós um vorið. Vissi ég því ekki, hvernig bærinn
liti út, eða hvernig herbergjaskipun væri háttað.
Meðan ég var að virða þessa skrýtnu ljósrák fyrir mér,
kom yfir mig sterk löngun til að vita, hvernig þessum
vini mínum liði. En um leið og ég hugsa þetta, fannst mér
eins og kippt væri í bandið, svo að ég hrökk út af skip-
inu. Fannst mér nú ég stökkva öldu af öldu, unz ég kom
í fjöruna við bæ vinar míns. Gekk ég þá heim að bæn-
um og inn. Kom ég að hurð á afþiljuðu herbergi og barði
að dyrum. Þóttist ég heyra sagt: ,,Kom inn“. Gekk ég
þá inn í herbergið og sá þá vin minn liggja í rúmi undir
stafnglugga, er sneri til suðurs. Sá ég að hann var þungt
haldinn og komst ég mikið við af því að geta ekkert
hjálpað honum. Ég fór samt að reyna að biðja fyrir hon-
um, en vaknaði um borð í skipinu í miðju Faðir-vorinu.
Ég sá greinilega alla hluti í herbergi gamla mannsins og
hvemig þeim var fyrir komið.
Viku seinna kom ég í land í Stykkishólmi, hitti þar
bróður minn og spurði hann frétta af þessum gamla vini
okkar. Sagði hann mér þá, að vinur minn hefði látizt á
tólfta tímanum sama kvöldið og mig hafði dreymt hann.
Einnig sagði hann mér, að lýsing mín af fyrirkomulagi
innan bæjar væri hárrétt, og að vinur minn hefði þótzt
sjá mig hjá sér rétt áður en hann dó.
Var ég þá ekki í neinum vafa um, að hafa komið til
hans þetta kvöld, þótt líkami minn hefði sofið þá stund
í bátnum 70 mílur frá bænum hans.