Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 67

Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 67
MORGUNN 61 djúp er, sem skilur skoðanir dulhyggju- og skynsemis- trúarmannsins. Hinn síðarnefndi nemur staðar í hugsun sinni við hinn sýnilega, efnisræna alheim, lögbundinn að vísu, en eigi að síður „dauðan“ alheim. Orsök og afleiðing fylgjast að með stærðfræðilegri nákvæmni í síendurtekinni tilbreyt- ingalausri viðburðarás, og að svo miklu leyti sem hann tel- ur sig vita, er athafnasviði lífsins næsta þröngur stakkur skorinn í hlutfalli við viðáttu alheimsins. En hversu mjög sem honum kann að virðast athafnasvið lífsins vera tak- markað, stjórnast það eigi að síður af lögmálum og einn af hæfileikum þess er að hagnýta sér efnisræn form, og samtímis að vekja einnig athygli á sér utan þeirra, hefja sig yfir línur takmarkananna að einhverju leyti. Samtimis því að eðli aðdráttaraflsins er að draga að sér sérhvað frá yfirborði jarðar að sameiginlegum miðdepli lyftir lífið hinu myndræna gerfi, gæðir það hreyfiorku og notar að- dráttaraflið þá um leið sér til aðstoðar. Að þessu leyti eru viðhorf lífeðlisvísindanna æðri og fullkomnari en hinna efnisrænu. Það, sem öðru fremur háir skilningi skynsemistrúar- mannsins, er hve öll hugsun hans er háð efninu og fjötr- uð því, hann fær ekki séð gegnum huliðshjúpinn, þrátt fyrir athyglisverðar bendingar vísindamannanna, sem hann hefur gert að guðum sínum. Hið jarðneska efni hef- ur svo að segja gufað upp í höndum þeirra, þyrlast upp í ósýnilegan og óskynjanlegan agna og eindabing. Skyn- semistrúarmaðurinn virðist hafa orðið aftur úr og ekki tekizt að fylgjast með framvindu vísindalegra rannsókna, sýnist ekki enn hafa gert sér ljóst, að jafnvel rannsókn- irnar á eðli og eiginleikum efnisins eni að beina athygli vísindamannsins að öðrum, óefnisrænum alheimi, handan við hinn sýnilega jarðræna eindaheim. Þar sem nú er farið að lýsa atóminu sem smásjárútgáfu af sólkerfunum í alheimi víðum, tilgátuskýring, er bendir til stöðugra endurtekninga í efnisrænum alheimi, þá virð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.