Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Page 67

Morgunn - 01.06.1952, Page 67
MORGUNN 61 djúp er, sem skilur skoðanir dulhyggju- og skynsemis- trúarmannsins. Hinn síðarnefndi nemur staðar í hugsun sinni við hinn sýnilega, efnisræna alheim, lögbundinn að vísu, en eigi að síður „dauðan“ alheim. Orsök og afleiðing fylgjast að með stærðfræðilegri nákvæmni í síendurtekinni tilbreyt- ingalausri viðburðarás, og að svo miklu leyti sem hann tel- ur sig vita, er athafnasviði lífsins næsta þröngur stakkur skorinn í hlutfalli við viðáttu alheimsins. En hversu mjög sem honum kann að virðast athafnasvið lífsins vera tak- markað, stjórnast það eigi að síður af lögmálum og einn af hæfileikum þess er að hagnýta sér efnisræn form, og samtímis að vekja einnig athygli á sér utan þeirra, hefja sig yfir línur takmarkananna að einhverju leyti. Samtimis því að eðli aðdráttaraflsins er að draga að sér sérhvað frá yfirborði jarðar að sameiginlegum miðdepli lyftir lífið hinu myndræna gerfi, gæðir það hreyfiorku og notar að- dráttaraflið þá um leið sér til aðstoðar. Að þessu leyti eru viðhorf lífeðlisvísindanna æðri og fullkomnari en hinna efnisrænu. Það, sem öðru fremur háir skilningi skynsemistrúar- mannsins, er hve öll hugsun hans er háð efninu og fjötr- uð því, hann fær ekki séð gegnum huliðshjúpinn, þrátt fyrir athyglisverðar bendingar vísindamannanna, sem hann hefur gert að guðum sínum. Hið jarðneska efni hef- ur svo að segja gufað upp í höndum þeirra, þyrlast upp í ósýnilegan og óskynjanlegan agna og eindabing. Skyn- semistrúarmaðurinn virðist hafa orðið aftur úr og ekki tekizt að fylgjast með framvindu vísindalegra rannsókna, sýnist ekki enn hafa gert sér ljóst, að jafnvel rannsókn- irnar á eðli og eiginleikum efnisins eni að beina athygli vísindamannsins að öðrum, óefnisrænum alheimi, handan við hinn sýnilega jarðræna eindaheim. Þar sem nú er farið að lýsa atóminu sem smásjárútgáfu af sólkerfunum í alheimi víðum, tilgátuskýring, er bendir til stöðugra endurtekninga í efnisrænum alheimi, þá virð-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.