Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 30

Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 30
24 MORGUNN 1 þessu orði: hið óþekkta, er fólgið töfravald. Frá hinu óþekkta streyma hugboð til hins einlæga leitanda, ef hann er fús til að veita viðtöku og skoðar ekki sjálfan sig sem fullkominn mann. Hann skal öðlast hlutdeild í dásemdum, sem hann hafði ekkert hugboð um áður. Honum skal lær- ast að skilja hinn stóra, háleita einfaldleika, sem barnið skilur, en unglingurinn glatar og öldungurinn á smám samna að ávinna sér í annað sinn. Ég hef talað við öld- unga, sem þetta hefur tekizt, og ekkert fegurra, unaðs- legra er til í þessari órólegu og sundurtættu veröld. Slík- ur maður skilur allan veginn, frá steinaldarmanninum, sem undrandi starði upp til stjarnanna, og allt til sjálfs sín. En slíkur maður sér meira en þetta, hann sér líka fram. Nei, allan veginn sér hann ekki, það væri ómögu- legt. En það hlutverk er ljóskerinu falið, að lýsa upp nógu mikið af veginum, til þess að vegfarandi viti, hvar hann á að stíga fæti næst. Slíkt ljósker er spíritisminn. Af liðnum öldum eigum vér að hafa lært að varast að álíta nokkuð svo lítils virði, að vér megum fyrirlíta það og spotta. Þvert á móti eigum vér að skilja, að hér er eitthvað stórt og gott á ferðinni. Mennirnir vilja forðast það, sem vekur þeim óróleika og sviptir þá svefni, og þeir vilja helzt hugsa eins og áður hefur verið hugsað, það er þægilegast. Þeir leita þess að svæfa andmælin, sem innra með þeim kunna að risa, og segja: ég hef ekki tíma til að athuga þetta, — eða: Þetta kemur mér ekki við. En fyrr eða síðar verður maður að leggja það á sig að taka afstöðu. Því nær allir velgjörðamenn mannkynsins hafa sætt ofsóknum af samtíð sinni, ef þeir hafa ekki beinlínis verið krossfestir. Háðfuglinn mikli, Swift, komst vel og viturlega að orði þegar hann sagði, að þegar stór- menni kæmi í heiminn, mætti þekkja hann á því, að allir heimskingjar veraldarinnar gerðu bandalag sín á milli gegn honum. Þess vegna er það, að ef einhver maður er fyrirlitinn vegna köllunarverks, sem hann telur sig vinna, þá ættum vér að leita eftir að kynnast honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.