Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 27
MORGUNN 21
og engan anda þarf að vekja upp frá dauðum, af þeirri
einföldu ástæðu, að enginn andi hefur dáið.
Þegar kristindómurinn barst til Norðurlanda, var hér
fyrir hendi sterk trú á tilveru anda, verndaranda, sem
komu frá öðrum heimi og gátu gripið inn í rás viðburð-
ann á jörðunni, veitt leiðsögn og hjálp. 1 ritum Snorra
Sturlusonar lesum vér, að margir sáu þessa verndaranda,
og þá var mönnum alvara með þessa trú, gagnstætt því,
sem nú er, þegar allt er haft að spotti, sem ekki er stimpl-
að flatneskjulegum hugsunarhætti og ömurlegum hvers-
dagsleika.
Þessi þúsund ár, sem nú eru liðin síðan kristindómurinn
kom hingað, sýna oss, eins og öllum er ljóst, raunalegt
sambland af misskildum kristindómi og furðanlega líf-
seigri heiðni, en afleiðingarnar hafa einnig orðið rauna-
legar fyrir þjóðir og einstaklinga. Og þannig er það enn
í dag. Hinn járnharði kristindómur, sem sífellt hótaði
mönnum eilífum refsidómum, gerði það að verkum, að
margir óskuðu sér heldur eilífrar útslökknunar, eilífs
svefns, en eilífs lífs. Og er ástæða til að undrast að svo
varð? Þannig óx efnishyggjan jöfnum skrefum, og hún fékk
stuðning frá vísindunum. Margir vilja innilega geta trú-
að, en þessi gamla ógnandi trú er Þrándur í Götu, hún
er arfleifð frá röð af andlega kúguðum og andlega bæld-
um kynslóðum, og henni er haldið að oss í kirkjunum,
sem vér ólumst upp við, og í trúboðshúsunum. Efasemdir
og óróleiki eru í hverri mannssál, þótt margir neiti því,
en þó hvergi í ríkara mæli en í sálum þeirra, sem þvinga
sjálfa sig til að hugsa á hátt efnishyggjunnar algerlega.
Það, sem ég vildi vekja athygli á, með þessu sögulega
yfirliti aftur í löngu liðnar aldir, er að trúin, í hinni dýpstu
merking, er ekki eitthvað, sem kemur utan að og er full-
gert til þess að grípa það og tileinka sér það. Steinaldar-
maðurinn, sem undrandi horfði upp í himingeiminn, var
þá þegar trúaður á sinn hátt eins og verkamaður nútím-
ans, sem vinnur verk sitt eins vel og honum er unnt og er