Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 73

Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 73
MORGUNN 67 mótþróa og svaraði: „Ég er þess ekki verðug. Ég finn að ég er ekki nógu góð og flekklaus til þess, svo að ég vil ekki.“ „Já, en Guð hefur kallað þig til þess,“ svaraði rödd- in, „og nú skaltu fara og leggja hendur á herðar gömlu konunnar og þá mun henni batna.“ Frú Iversen gerði þetta, en þó með nokkurri tregðu, og batnaði gömlu kon- unni þegar í stað. Báðum varð þeim þá mjög einkennilega við. Meðan þær voru að ræða saman fór röddin aftur að tala við frú Iversen, en gamla konan heyrði ekki neitt af því. Henni var þá m. a. sagt, að hún mundi aldrei smitast af neinum sjúkdómi. Þegar hún kom aftur inn í herbergi sitt, sá hún hönd skrifa á vegginn orðið „kraftur", og skildist henni, hver þýðing þess orðs væri. Þegar hún var gengin til hvílu, sá hún allt í einu, að við rúm hennar stóð vera, sem kom og snerti augu hennar. Frú Iversen var ekki hrædd, en fannst jafn eðlilegt að tala við hana eins og maður talar við mann. „Hvað ætlar þú nú að gera? Vonandi ætlar þú ekki að gera mig blinda,“ sagði hún. „Nei, góða vinan,“ var sagt, „aðeins ætla ég að taka hulu frá augum þínum, að þú getir séð margt það, sem öðrum er dulið.“ Frú Iversen svaf vel til morguns og reyndi, er hún vakn- aði og næstu daga, að hugsa sem minnst um þessa dular- fullu atburði næturinnar og gleyma þeim. Og ekki minnt- ist hún á þetta við neinn. Hálfan mánuð bar ekkert til tíðinda. Þá var það dag einn, er hún var að taka til í herberginu sínu, að hún heyrði röddina að nýju. „Guðrún Ólsen er veik,“ var sagt. „Ekki kemur það mér neitt við,“ sagði frú Iversen. „Jú, það kemur þér við,“ var svarað, „þú átt að hjálpa veiku fólki, eins og ég hef sagt þér. Guðrún Ólsen er að dauða komin, og síðustu forvöð að hjálpa henni. Hún getur að- eins lifað fáa daga ennþá, ef hún fær ekki hjálp.“ Frú Iversen svaraði: „Ekki get ég fundið Guðrúnu Ólsen í allri kóngsins Kaupmannahöfn." „Nei, það getur þú ekki,“ var svarað, „en þú færð að vita, hvar hún býr. Hún á heima
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.