Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 72

Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 72
66 MORGUNN svo að ekki varð af þessu, en hún var einkabarn foreldra sinna og þótti vænt um þá og vildi ekki rísa gegn vilja þeirra. Hún ólst upp í sveit, og urðu trén í skóginum, stjörnurnar og dýrin, sem hún umgekkst, snemma vinir hennar. Hún leitaði oft ein út í náttúruna til þess að finna sjálfa sig, og fékk þá, jafnvel sem barn, oft að heyra það, að hún væri ólík öðrum. Hún segir, að sér hafi oft á þess- um árum fundizt eins og hún væri að bíða eftir einhverju, sem átti að ske. Hún var ekki ánægð með lífskjör sín, fann að hugurinn þráði eitthvað annað og meira. Þá var það einhverju sinni, er hún var á 16. ári, að hún var úti í náttúrunni og virti fyrir sér allt hið fagra, sem fyrir augun bar. Hún hugsaði með sér: hvað er það eigin- lega, sem ég er að gera mér rellu út af? Ég er ung og heil- brigð. Hugsa sér, ef ég lægi nú í rúminu og væri lömuð, gæti ekki gengið, væri blind eða heyrnarlaus, gæti hvorki séð náttúruna né heyrt fuglana syngja. Þá heyrði hún rödd, er talaði við hana og sagði henni, að í framtíðinni biði hennar mikið hlutverk, sem hún ætti að taka að sér. Til þess að leysa það af hendi myndi hún fá styrk af hæð- um og afköst hennar myndu liggja fyrir utan hið skiljan- lega, en skýringu á þessu mundi hún fá bráðlega. Hún vænti þess að skýringin kæmi brátt, en árin liðu án þess. Hún giftist, eignaðist heimili og böm og gleymdi þess- um atburði. Þegar hún var fertug, kom tengdamóðir henn- ar til hennar í heimsókn. Þá var það eina nótt, að gamla konan fékk mikið krampaflog. Þegar frú Iversen var á leiðinni inn í herbergi hennar, heyrði hún að rödd talaði til hennar: „Nú er þinn tími kominn.“ Hún þekkti, að þetta var sama röddin, sem talað hafði við hana, er hún var á 16. ári, og hún sagði: „Þetta er röddin, sem ég hef beðið svo lengi eftir.“ „Já,“ var svarað vingjarnlega, „nú er þinn tími kominn, þú átt að hjálpa veiku fólki á jörð- unni.“ Frú Iversen segist hafa í einu vetfangi séð fyrir sér allt það, sem ske ætti, en fann til vanmáttar sins og einhvers
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.