Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 75

Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 75
MORGUNN 69 til kvölds, og hafa mat með sér. Þessa daga lýkur frúin venjulega ekki verki sínu fyrr en löngu eftir miðnætti. Frú Iversen er fremur lág vexti, en gild með afbrigðum. Nokkuð er hún sérkennileg í útliti og háttum, en býður af sér góðan þokka og vinnur mjög á við kynningu alla. Ég vil nú gefa lesandanum litla svipmynd af því, sem fram fer í vinnustofu frúarinnar og lýsi níunda skiptinu, er ég kom þangað, og er þetta í samræmi við það, er ég krotaði í dagbók mína, þegar heim kom. Alllangt var til frú Iversen frá þeim stað, þar sem ég bjó í Kaupmannahöfn, og leigði ég mér því bifreið þangað. Bifreiðarstjórinn spurði, hvert förinni væri heitið, og kvað ég það vera á Dúfuveg. Þegar þangað kom sagði ég hon- um númer hússins. „Eruð þér að fara til frú Iversen?" sagði bifreiðarstjór- inn. Ég kvað svo vera. „Það verður tæpast mikið lið að því,“ sagði hann. „Taugakerfi mitt komst í ólag, og ég fór til hennar hvað eftir annað, án þess að finna nokkurn bata. Svo fór ég til sérfræðings og þá batnaði mér. Þetta eru engar læknis- aðferðir. Hún bara strýkur mann.“ „Ég hef engan mismun fundið á mér. En sumum batnar hjá henni. Reynslan er ólygnust," sagði ég og kvaddi. Ég sá, þegar inn kom, að allir bekkir voru þétt setnir og margir stóðu á gólfinu. Ég leit á klukkuna. Hún var ellefu. „Ég losna ekki fyrr en klukkan sjö til átta í kvöld,“ tautaði ég og skaut mér upp á dívan einn, að baki f jögurra kvenna, sem þar sátu. Frú Iversen var eins og venjulega í sínum hvíta sloppi og önnum kafin. „Næsti,“ sagði hún. Skipstjóri mikill og sterklegur gekk til hennar. Þau töluðu saman kunnuglega. „Ég fer á sjóinn eftir hádegið," sagði hann, „en ég hef hrottalegan höfuðverk, sem ég vil gjarna losna við.“ Frúin strauk um höfuð honum. „Hvemig er það nú,“ sagði hún. „Hann er að hverfa.“ Frúin hélt áfram. „Nú er hann horf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.