Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Page 75

Morgunn - 01.06.1952, Page 75
MORGUNN 69 til kvölds, og hafa mat með sér. Þessa daga lýkur frúin venjulega ekki verki sínu fyrr en löngu eftir miðnætti. Frú Iversen er fremur lág vexti, en gild með afbrigðum. Nokkuð er hún sérkennileg í útliti og háttum, en býður af sér góðan þokka og vinnur mjög á við kynningu alla. Ég vil nú gefa lesandanum litla svipmynd af því, sem fram fer í vinnustofu frúarinnar og lýsi níunda skiptinu, er ég kom þangað, og er þetta í samræmi við það, er ég krotaði í dagbók mína, þegar heim kom. Alllangt var til frú Iversen frá þeim stað, þar sem ég bjó í Kaupmannahöfn, og leigði ég mér því bifreið þangað. Bifreiðarstjórinn spurði, hvert förinni væri heitið, og kvað ég það vera á Dúfuveg. Þegar þangað kom sagði ég hon- um númer hússins. „Eruð þér að fara til frú Iversen?" sagði bifreiðarstjór- inn. Ég kvað svo vera. „Það verður tæpast mikið lið að því,“ sagði hann. „Taugakerfi mitt komst í ólag, og ég fór til hennar hvað eftir annað, án þess að finna nokkurn bata. Svo fór ég til sérfræðings og þá batnaði mér. Þetta eru engar læknis- aðferðir. Hún bara strýkur mann.“ „Ég hef engan mismun fundið á mér. En sumum batnar hjá henni. Reynslan er ólygnust," sagði ég og kvaddi. Ég sá, þegar inn kom, að allir bekkir voru þétt setnir og margir stóðu á gólfinu. Ég leit á klukkuna. Hún var ellefu. „Ég losna ekki fyrr en klukkan sjö til átta í kvöld,“ tautaði ég og skaut mér upp á dívan einn, að baki f jögurra kvenna, sem þar sátu. Frú Iversen var eins og venjulega í sínum hvíta sloppi og önnum kafin. „Næsti,“ sagði hún. Skipstjóri mikill og sterklegur gekk til hennar. Þau töluðu saman kunnuglega. „Ég fer á sjóinn eftir hádegið," sagði hann, „en ég hef hrottalegan höfuðverk, sem ég vil gjarna losna við.“ Frúin strauk um höfuð honum. „Hvemig er það nú,“ sagði hún. „Hann er að hverfa.“ Frúin hélt áfram. „Nú er hann horf-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.