Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 81

Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 81
MORGUNN 75 vera? Og þér hafið aldrei komið heim til mín!“ „Og þarna uppi á lofti í litla herberginu til vinstri, já, ljómandi er þar fallegt, lítið borð,“ hélt frú Iversen áfram. „Ne-ei, þar er ekkert borð, ekkert borð þar.“ Kona mannsins stóð við hlið hans og hnippti nú í hann. „Jú, þetta er rétt,“ sagði hún. „Þetta er borð, sem ég ætla að gefa þér í jóla- gjöf, og ég lét það þarna.“ „Nú er ég öldungis hissa,“ sagði maðurinn og hló hátt. „Ég ætla að biðja yður, frú Iversen, að Ijósta nú ekki fleiru upp. Þetta er stórkost- legt!“ Sennilegt þótti mér, að hann væri búinn að kaupa einhverja gjöf handa konu sinni, sem hann ætti geymda heima, því þetta var rétt fyrir jólin. Nú fór frú Iversen upp í íbúð sína eina klukkustund að matast og hvíla sig. Fólk tók fram matarpinkla sína og rabbaði saman. Roskin kona sat næst mér. Það kom upp úr kafinu, að hún var norsk, en hafði dvalizt árum saman í Danmörku. Hún var með liðagikt mjög þráláta, hafði gengið þrjá mánuði til frú Iversen og var nú fyrst að finna á sér mun til hins betra. „Mann vissi ég,“ sagði hún, „sem hafði svo illkynjaða liðagikt, að læknar gátu ekkert fyrir hann gjört annað en stilla kvalaköstin með eitri. Hann fann mun á sér í fyrsta sinn, þegar straumar frú Iversen fóru um hann. Nú er hann albata og gengur að allri vinnu. Hún er dásamleg. Maðurinn minn hefur verið mjög heyrnarsljór,“ hélt hún áfram. „Þegar hann liggur inni í sófanum okkar, hefur hann ekki í tvö ár heyrt, þegar útidyrabjöllunni er hringt. En svo lét ég hann liggja með bókina hennar frú Iversen undir höfðinu. Og viti menn, í fyrradag spyr hann mig að því, hvort bjallan væri farin að hringja hærra en venjulega, hann væri farinn að heyra til hennar. Ég hef gjört tilraunir með hann. Svo sannar- lega hefur hann fengið betri heyrn.“ — Bók sú, sem konan gat um, er samin af frú Iversen og er um reynslu hennar og lækningaaðferðir, sem virðast vera mjög frumstæðar, þótt þær hafi sín áhrif. Þessa bók, eða blöð, sem sjúkling- arnir koma með, strýkur frú Iversen, og gjöra það flestir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.