Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 50
44
MORGUNN
hann að birta umfangsmiklar skýrslur frá fundum sínum
með ritmiðlinum Geraldine Cummins. Forsætisráðherr-
anum entist ekki ævin til að skrifa endurminningar sínar.
En allt það, sem ungfrú Cummins skrifaði ósjálfrátt fyrir
hann, er til í frumriti með skýringum hans og athuga-
semdum. Þar kemur greinilega í Ijós, hvers hann leitaði í
sambandinu við annan heim.
F. D. Roosevelt: Meðal þeirra, sem King hafði sam-
„ ... gefið gaum band við hinu megin, var frægastur
að Austurlöndum." sjálfur Roosevelt forseti. En milli
þeirra hafði verið mikil vinátta í mörg
ár. Andlát Roosevelts kom mjög við King, og þá var sú ósk
hans eðlileg, að fá sem fyrst vitneskju um sinn látna vin.
Vitneskjan kom fyrir ósjálfráða skrift G. Cummins.
Kveðja kom frá Roosevelt og henni fylgdi kveðja frá móð-
ur Kings, sem Roosevelt hafði aldrei séð eða kynnzt í lif-
anda lífi, en nú kvaðst hann hafa hitt hana hinu megin
við landamærin. I skriftinni sagði Roosevelt frá samtali
sínu og frú King. En sonur hennar skýrir frá því, að ná-
kvæmlega eins og þarna var skrifað myndu þau tvö hafa
talað saman, svo sláandi lík þeim væru orðatiltækin, sem
notuð voru í ósjálfráðu skriftinni.
Til æviloka forsætisráðherrans var hertogafrúin af
Hamilton í náinni vináttu við hann, og hún lýsti yfir því,
að yfir allan efa væri hafið, að King hefði leitað ráða hjá
Roosevelt framliðnum um stjórnarathafnir, eins og hann
hafði tíðum gert, meðan forsetinn var á lífi hér í heimi.
Tvo einstæða vitnisburði um þetta höfum vér nú frá King
sjálfum. Forsætisráðherrann fann sig afar þreyttan af
miklu og löngu erfiði, og hann gat þess í sambandinu við
Roosevelt, að hann myndi bráðlega koma yfir á eftir hon-
um og fara af sömu orsökum og hann. 1 sambandinu svar-
aði Roosevelt, að hann skildi tilfinningar Kings, en réði
honum frá að segja af sér: „Vertu á verðinum. Landið þitt
þarf þín“, og svo sagði hann um Kóreu: „Engin stórtíðindi