Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 40

Morgunn - 01.06.1952, Blaðsíða 40
34 MORGUNN í vöku væri. Hún gengur nú fast að mér, leggur hægri hönd sina á vinstri öxl mína og snýr mér svo að ég horfi beint við dyrum svefnherbergisins. Við stóðum nú í dyr- unum, bendir hún inn í herbergið og segir: „Sérðu þenn- an?“ Þá tók ég eftir því, að ég svaf þama í rúminu mínu, en stend þó samtímis í dyrunum og held í hönd Stínu. Mér þótti undarlegt að vera kominn í tvennt og varð hræðslan fyrsta tilfinningin. Kristín sagði þá með sinni einlægu og sannfærandi rödd: „Vertu óhræddur. Það, sem ég ætla að sýna þér, fá fæstir að sjá fyrr en eftir líkamsdauðan." Nú náði ég fullu ör- yggi og jafnvægi. Þá segir Kristín: „Komdu nú heim til mín.“ Ég játti því, en spurði, hvar hún ætti heima. Hún kvaðst eiga heima á annarri jarðstjörnu. Nú fórum við í gegn um gasgeim og fórum hratt. Reykja- vík hvarf mér sjónum, og haldið var í suðvestur. Við kom- um þama út frá landinu og var ég hálf smeykur. Stína fann, hvað mér leið og sagði: „Þetta getum við ekki.“ Hún virtist finna, hve bundinn ég var við jarðlífið, og sagði nú alúðlega: „Við skulum fara þangað, sem ég átti heima, þegar ég var lítil.“ Þótti mér við þá breyta stefn- unni og fljúga suður og austur um fjöll og taka land þar sem bær stóð í halla og á rann fyrir neðan. Bærinn var með þrem burstum og voru dyr á einni, en einn gluggi á hverri burst. Við gengum nú í kring um bæinn, því að margt var, sem Stína vildi sýna mér. Allt í einu fórum við að hoppa yfir bygginguna. Gekk það ágætlega, því að Stína hélt í hönd mína. Er ég kom niður úr einu stökk- inu, tók ég eftir því, að ég bældi ekki grasið. Varð ég þá svo undrandi, að ég hrópaði: „Svona vildi ég vera léttur. Guð almáttugur, hvað það væri gaman." Þá segir hún: „Svona erum við sviflétt, Pétur, þar sem ég á heima. Þú Þú getur ekki ímyndað þér, hve fegin ég er að vera komin heim.“ Ég andmælti því og sagði, að hún hefði farið of snemma. En hún svaraði því, að enginn færi of snemma. Þá datt mér skyndilega í hug kverið hans Helga Hálf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.