Morgunn


Morgunn - 01.06.1957, Page 13

Morgunn - 01.06.1957, Page 13
MORGUNN 7 Og enn segir þar um holdið, sem búið er að liggja í gröfinni til dómsdags, að það „líði með sálunni í ljóma til lífsins í eilífum sóma“. Slík dæmi mætti fjölmörg telja, nokkur úr predikun enn í dag og fjölda úr sálmum, sem fram til síðustu ára- tuga hafa verið orktir eða þýddir á íslenzku. En jafn- hliða þessari kenning má finna hina gagnstæðu skoðun í Nýja testamentinu, að eiginleg upprisa mannsins gerist í andláti hans, eins og orð Jesú við annan illvirkjann á krossi sýna berlega: „Sannlega segi ég þér, í dag skaltu vera með mér í Paradís", eða m. ö. o. að þegar aðskiln- aður líkama og sálar er orðinn, haldi sálin óslitið áfram að lifa. Enginn gi-afarsvefn, sem lúterski rétttrúnaður- inn er enn að burðast við að heimta af mönnum að trúa á. Engin fjarlæg upprisa einhvern tíma á dómsdegi eða efsta degi, eins og vér erum því miður að syngja um í ýmsum sálmum enn. í „húsinu frá Guði“, sem Páll postuli talar um, lifir sálin á sama augnabliki og „jarðneska tjaldbúðin er rif- in niður“. Það er óhætt að fullyrða, að á síðari tímum hafi kristn- ir menn mjög horfið frá trúnni á upprisu holdsins á efsta degi, hinni persnesku-gyðinglegu hugmynd, til gi'ísku hugmyndarinnar um ódauðleika mannssálarinnar, og að mjög hafi unnið fylgi hugmynd Páls, sem ég hygg að hon- um hafi verið reynsluatriði, sannreynd, að sálin hafi „hús frá Guði“, andalíkama til að lifa í. Og kenning Páls hefir fengið ríkan stuðning frá vísindalegum og fræðilegum at- hugunum síðari tíma á svonefndum dularfullum fyrir- brigðum. Þær athuganir hafa leitt í ljós, að allar ástæður eru til þess að ætla, að nú þegar í jarðlífinu lifi sálin í >.húsinu frá Guði“, andalíkamanum, samtímis hinum jarð- neska. örugg vitneskja er um, að svipir lifandi manna hafi sézt í mikilli fjarlægð frá jarðneska líkamanum. Slíkt hefir gerzt án þess nokkrar tilraunir hafi verið gerðar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.