Morgunn - 01.06.1957, Síða 13
MORGUNN
7
Og enn segir þar um holdið, sem búið er að liggja í
gröfinni til dómsdags, að það „líði með sálunni í ljóma til
lífsins í eilífum sóma“.
Slík dæmi mætti fjölmörg telja, nokkur úr predikun
enn í dag og fjölda úr sálmum, sem fram til síðustu ára-
tuga hafa verið orktir eða þýddir á íslenzku. En jafn-
hliða þessari kenning má finna hina gagnstæðu skoðun í
Nýja testamentinu, að eiginleg upprisa mannsins gerist í
andláti hans, eins og orð Jesú við annan illvirkjann á
krossi sýna berlega: „Sannlega segi ég þér, í dag skaltu
vera með mér í Paradís", eða m. ö. o. að þegar aðskiln-
aður líkama og sálar er orðinn, haldi sálin óslitið áfram
að lifa. Enginn gi-afarsvefn, sem lúterski rétttrúnaður-
inn er enn að burðast við að heimta af mönnum að trúa
á. Engin fjarlæg upprisa einhvern tíma á dómsdegi eða
efsta degi, eins og vér erum því miður að syngja um í
ýmsum sálmum enn.
í „húsinu frá Guði“, sem Páll postuli talar um, lifir
sálin á sama augnabliki og „jarðneska tjaldbúðin er rif-
in niður“.
Það er óhætt að fullyrða, að á síðari tímum hafi kristn-
ir menn mjög horfið frá trúnni á upprisu holdsins á
efsta degi, hinni persnesku-gyðinglegu hugmynd, til gi'ísku
hugmyndarinnar um ódauðleika mannssálarinnar, og að
mjög hafi unnið fylgi hugmynd Páls, sem ég hygg að hon-
um hafi verið reynsluatriði, sannreynd, að sálin hafi „hús
frá Guði“, andalíkama til að lifa í. Og kenning Páls hefir
fengið ríkan stuðning frá vísindalegum og fræðilegum at-
hugunum síðari tíma á svonefndum dularfullum fyrir-
brigðum. Þær athuganir hafa leitt í ljós, að allar ástæður
eru til þess að ætla, að nú þegar í jarðlífinu lifi sálin í
>.húsinu frá Guði“, andalíkamanum, samtímis hinum jarð-
neska.
örugg vitneskja er um, að svipir lifandi manna hafi
sézt í mikilli fjarlægð frá jarðneska líkamanum. Slíkt
hefir gerzt án þess nokkrar tilraunir hafi verið gerðar