Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 23
MORGUNN
17
sagði enskur menntamaður og kunnur fyrirlesari fyrir 12
árum í tímaritinu Light. Hann fór til hins fræga ljós-
myndamiðils Hope, í Crew, og gerði allar ýtrustu varúð-
arráðstafanir, sem útilokuðu, að Hope gæti beitt nokkrum
svikum. En áður hafði herra Mansford, en svo hét mað-
urinn, beðið vin sinn í London, sem var góður miðill, að
hugsa til sín þessa ákveðnu stund, er myndatakan í Crew
átti að fara fram, og senda þeim þangað „kraft“.
Á Ijósmyndaplötunni, sem ljósmyndamiðillinn Hope
hafði ekki snert fyrr en eftir að myndin hafði verið tek-
in, kom fram svo skýr mynd af miðlinum í London, að
herra Mansford fullyrðir, að engin betri mynd af honum
sé til. En miðillinn í London sat heima hjá sér — í 156
mílna fjarlægð — þessa stund og fann, að hann fór úr
líkamanum, og féll í svefn. En sagði, er hann vaknaði,
við vini sína, sem hjá honum voru, að hann væri viss um,
að hann kæmi fram á ljósmyndaplötunni í Crew. Vissu-
lega reyndist svo.
Eins og ég sagði áður, eru allmörg dæmi þess skráð og
vel vottfest, að samband náist við lifandi menn í gegnum
miðla. Ég nefndi þrjú dæmi þess. Það fyrsta segir frá
sambandi við mann, sem enga hugmynd hafði um að slíkt
væri að eiga sér stað, og var sjálfur vakandi, meðan sam-
bandið gerðist. Annað dæmið frá konu, sem var sofandi,
meðan sambandið gerðist, og hafði enga fyrirfram vitn-
eskju um fundinn, en mundi eftir honum sem óljósum
draumi á eftir, er hún vaknaði. Loks segir þriðja dæmið
frá manni, sem sjálfur var gæddur sterkri miðilsgáfu, og
gerði tilraunina vitandi vits, að koma fram á ljósmynda-
plötu hjá miðli í 156 mílna fjarlægð, og sú tilraun heppn-
aðist með ágætum. Merkilegast er fyrsta dæmið, sem ég
nefndi, og merkilegast vegna þess, að fyrir f jarhrifa sam-
band — að því er virðist — við vakandi mann í fjarlægð,
sem enga hugmynd hefir um að verið sé að sjúga úr hug-
skoti hans þessa vitneskju, fæst allnákvæm lýsing á heim-
2