Morgunn


Morgunn - 01.06.1957, Síða 26

Morgunn - 01.06.1957, Síða 26
20 MORGUNN skal. Oft eru draumsýnir þessar svo undursamlegar og frábrugðnar því sem við eigum að venjast í vökunni, að við hljótum að álykta, að þær tilheyri ekki jarðneskri til- veru, heldur einhverjum óþekktum heimum, sem við á einhvern dularfullan hátt komumst í samband við. Megin- hluti þessara drauma er þó svo óljós, að lítið er á þeim að græða. En nokkrir eru svo greinilegir, að hvaðeina, sem við ber, stendur okkur jafn ljóslega fyrir sjónum, sem í vöku væri. Slíkir draumar eru oft og einatt merki- legir og þess verðir, að vera færðir í letur. Ýmsa drauma af slíku tagi hefir mig — sem línur þess- ar rita — dreymt á ýmsum tímum ævi minnar, og eru sumir þeirra meðal þess eftirminnilegasta, sem fyrir mig hefir borið. Einum þessara drauma mun ég nú leitast við að gera nokkra grein fyrir, enda þótt mér sé ljóst, að það verði aðeins á ófullkominn hátt. Sá draumur var dásam- legri en svo, að 'honum verði með orðum lýst. Ég tel hann ætíð meðal minna merkustu drauma og það er skoðun mín, að þá hafi ég raunverulega, í svefninum, losnað úr viðjum líkamans og brugðið mér yfir á annan hnött. Hið fyrsta, sem ég man um draum þennan að segja, er það, að ég þóttist staddur hér við bæinn — Helgastaði í Biskupstungum — ásamt öðru heimilisfólki. Heyri ég þá skyndilega kynlegan gný úr vesturátt og verður mér litið þangað. Sé ég þar þá allhátt á himninum nokkra menn á ferð. Þeir liðu áfram í geiminum og færðust ávallt ofar og þó jafnframt nokkuð til austurs. Þetta var undarlegt ferðalag og greip sýn þessi mig þegar sterkum tökum. Og meðan ég horfi á menn þessa fjarlægjast smám saman, taka einhver furðuleg áhrif að gera vart við sig í vitund minni. Þau lýsa sér m. a. í því, að ég fæ óljóst hugboð um, að mér sé ætlað að fylgja mönnum þessum eftir. Þessi áhrif altaka mig á skömmum tíma og ég tek að hlaupa í loft upp og leitast þannig við að svífa í geiminn. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir tekst mér þetta, og ég
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.