Morgunn - 01.06.1957, Side 29
MORGUNN 23
djúpri unaðarkennd. Og þannig stóð ég um stund í ein-
hverju sæluástandi og vaknaði svo út frá því.
Oft hef ég velt því fyrir mér, síðan, hvar í veldi al-
heimsins ég muni hafa dvalið þessa eftirminnilegu stund
og hvert muni hafa verið það undraland, sem ég komst
í kynni við þessa nótt. Var það raunverulega bústaður
hinna framliðnu, okkar fyrirheitna land, sem ég hafði séð?
Þessum spurningum fæ ég eðlilega ekki svarað. — En á
hljóðum sumarkvöldum, þegar nóttin tekur að breiða sinn
milda hjúp yfir blómskrýdda foldina, finnst mér stundum
eins og ég sjái ljómann af landinu mínu fagra, „bak við
yztu sjónarrönd".
Eyþór Erlendsson, Helgastöbum.
★
Draumvitrun J. B. Priestleys
Menn voru að ræða saman hinar frægu kenningar Dunnes um
eðli tímans og að sjálfsögðu barst talið að draumum um hið ókomna.
Leikritahöfundurinn frægi J. B. Priestley var þá spurður, hvort
hann hefði nokkurn tíma dreymt um það, sem síðar kom fram.
„Já, vissulega", svaraði leikritahöfundurinn, „ég gæti nefnt nokk-
ur dæmi þess“.
Þá sagði hann frá því, að einu sinni hefði sig dreymt, að hann
væri á leikhússvölum og horfði á svo geysilega stórt leiksvið, að
honum fannst, er hann vaknaði, að áreiðanlega væri svo stórt leik-
svið hvergi til í öllum heimi. Draumurinn var að öllu ákaflega skýr.
Nokkrum árum síðar fór Priestley til Ameríku, og þar sá hann
nákvæmlega þetta ótrúlega stóra leiksvið, og draumurinn stóð hon-
um þá lifandi fyrir sjónum í annað sinn.