Morgunn - 01.06.1957, Síða 40
34
MORGUNN
yfirleitt var árang-urinn furðulegur. Heima hjá sér ritaði
hann ósjálfrátt orðsendingarnar, sem þeir óskuðu úr fjar-
lægð að senda honum eða jafnvel óskuðu ekki. Hann seg-
ir um þetta sjálfur á þessa leið:
„Kosturinn við það að fá ósjálfráða skrift frá lifandi,
jarðneskum mönnum er sá, að það er auðvelt að bera sig
saman við þá sjálfa um, hvernig tekizt hafi hverju sinni.
Til þess að forða frá misskilningi vil ég taka fram, að
sjaldnast er hinn fjarlægi sendandi sér sjálfur meðvitandi
um, að hafa sent skilaboðin, og stundum er hann eftir á
leiður yfir því, að óvitandi hefir hugur hans sent skila-
boðin, sem hönd mín ritaði. Til dæmis ætla ég að segja
frá atviki, sem gerðist mjög snemma eftir að ég hóf þess-
ar tilraunir.
Vinkona mín ein, sem getur auðveldlega skrifað með
hendi minni úr hverri fjarlægð, sem vera skal, og virðist
jafnvel vera enn léttara um það en að rita með eigin hendi
sinni, hafði dvalizt yfir helgina í þorpinu Haslemere, h.
u. b. 30 mílum fyrir utan London. Hún hafði lofað að
borða með mér miðdegisverð, ef hún yrði komin til London,
á miðvikudaginn. Síðla mánudags datt mér í hug, að gam-
an væri að vita, hvort hún væri komin til borgarinnar.
Ég settist, tók mér pennan í hönd og spurði í huganum,
hvort vinkona mín væri komin til London. Hönd mín rit-
aði það, sem fer hér á eftir:
„Mér þykir mjög leitt að þurfa að segja þér, að ég varð
fyrir afarleiðinlegu atviki. Ég fór frá Haslemere kl. 2,27
e. h. á öðru farrými í lestinni. I vagnklefanum voru tvær
konur og einn karlmaður. Þegar lestin nam staðar í
Godalming fóru konurnar úr lestinni og ég var ein eftir í
klefanum með karlmanninum. Þegar lestin var lögð af
stað, reis karlmaðurinn úr sæti sínu og gekk rakleiðis að
mér og settist þétt upp að hlið minni. Mér brá við og ég
stjakaði manninum frá mér. Hann neitaði að hreyfa sig
frá mér og gerði tilraun til að kyssa mig. Ég varð æf og