Morgunn


Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 41

Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 41
MORGUNN 35 við fórum í handalögmál. Ég greip regnhlífina hans og greiddi honum högg, en regnhlífin brotnaði og ég varð gripin hræðslu við að hann kynni að yfirbuga mig. En þá fór lestin að hægja á sér, af því að hún var að koma inn á Guildford-stöðina. Þá varð maðurinn hræddur. Hann sleppti mér og hentist út úr lestinni áður en hún stað- næmdist við brautarpallinn. Ég var öll í uppnámi. En ég hef regnhlífina". Ég sendi skrifarann minn á fund vinkonu minnar með smáblað. Á það hafði ég skrifað, að mér þætti mjög leitt það, sem komið hefði fyrir, og ég bætti við: „Taktu regn- hlíf mannsins með þér á miðvikudaginn". Hún sendi mér svar um hæl, í bréfi, á þessa leið: „Mér þykir mjög fyrir því, að þú skulir vita nokkuð um þetta. Ég var ákveðin í að segja þetta ekki nokkrum manni. Ég skal taka með mér brotnu regnhlífina, en það er regnhlífin mín, en ekld regnhlíf mannsins". Þegar hún kom til miðdegisverðarins á miðvikudaginn, staðfesti hún í hverju atriði alla söguna, og hún kom með brotnu regnhlífina, sem var ekki regnhlíf mannsins, held- ur sjálfrar hennar. Hvernig sú skekkja hefir komizt inn í orðsendinguna, sem ég reit ósjálfrátt, veit ég ekki. Ég hafði enga hugmynd haft um, með hverri lest hún ætlaði að ferðast, og enga minnstu hugmynd gat ég haft um þetta ógeðfellda atvik, sem fyrir hana hafði komið. I þau fimmtán ár, sem liðin eru síðan þetta gerðist, hefir ég þrásinnis fengið og fæ enn svona orðsendingar frá vinum mínum, skrifaðar ósjálfrátt með hendi minni. Stundum koma fyrir nokkrar skekkjur, oftast eru orð- sendingarnar alveg furðulega réttar. Þessi flutningur hugs- ana, fjarhrif, frá vinum mínum, sem enn lifa hér í heimi, sem ég tek ósjálfrátt á móti, eru mér eins örugg stað- reynd og rafmagnsritsíminn og hver önnur staðreynd, sem haglega er unnt að sannfærast um. Þá er næsta spurningin þessi: geta þessi ósjálfráðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.