Morgunn - 01.06.1957, Síða 43
MORGUNN
37
þetta? Þá er enginn vafi á því að þetta er Júlía og enginn
annar. Þér vitið eðilega ekkert um þetta. Skömmu fyrir
andlát sitt gaf Júlía ungfrú Willard, stofnanda Sambands
kristilegs bindindisfélags kvenna, þetta viðurnefni og gaf
henni um leið brjóstnál með upphleyptri mynd af gyðj-
unni Mínervu. Eftir þetta nefndi hún ungfrú Willard
aldrei annað en Mínervu. I orðsendingunni, sem þér rit-
uðuð ósjálfrátt, víkur hún nákvæmlega að því, sem hún
sagði við mig, þegar við Mínerva fórum saman til að kveðja
Júlíu á andlátsbeði hennar".
Hér er aftur örlítil skekkja í ósjálfráðu skriftinni. Mín-
erva hafði komið til Júlíu, en Júlía ekki til Mínervu. Að
öðru stóð allt heima.
Ég stakk upp á því, að við skyldum reyna að fá frek-
ari orðsendingar. Vinkonan sat við annan enda á löngu
borði og ég við hinn. Eftir að hönd mín hafði ritað svör
við nokkrum spurningum, bað ég Júlíu að sanna návist
sína með því að nota hönd mína til þess að vekja athygli
vinkonunnar á einhverjum atburði í lífi þeirra, sem þeim
væri báðum kunnugt um, en ekki mér. Það stóð ekki á
svarinu. Hönd mín ritaði:
„Spyrðu hana, hvort hún muni eftir því, að þegar við
vorum á heimleið gangandi saman, datt hún og meiddi sig
í hrygginn". Þetta er gott, svaraði ég, því að enga hug-
mynd hefi ég um, að slíkt hafi nokkru sinni komið fyrir.
Ég leit yfir borðið og sá, að vinkonan var mjög vandræða-
leg. „En, Júlía“, sagði 'hún, „ég hafi aldrei meitt mig í
bakið alla ævi mína, aldrei“. . . . Hönd mín ritaði: „Eg
hefi á réttu að standa. Það er hún, sem er búin að gleyma“.
„Það er ofurauðvelt að segja það“, svaraði ég, „en get-
urðu þá látið hana muna þetta?“ Þá skrifaðist: „Já“. Ég
svaraði: „Haltu þá áfram, hvenær gerðist þetta?“ „Fyrir
sjö árum“. „Hvar?“ „Á götu í Illinois“. „Hvernig vildi
það til?“ Og hönd mín skrifaði: „Hún og ég vorum að
ganga heim frá skrifstofunni á sunnudagseftirmiðdegi.
Það var snjór á jörðu. Þegar við komum á móts við hús