Morgunn


Morgunn - 01.06.1957, Page 47

Morgunn - 01.06.1957, Page 47
Fjarskyggni Guðrúnar Jörundsdóttur á Hafnarhólmi ★ Guðrún var fædd að Hafnarhólmi í Strandasýslu árið 1858, var að lokum í Reykjavík og andaðist þar rúmlega níræð. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbjörg Jónsdóttir Sigurðssonar, Dýrafjarðarklerks, og Jörundur Gíslason hins auðga í Bæ á Selströnd. Hún var blind á efri árum, en sýnir sá hún einnig eftir að hún var blind orðin. Verður hér stuttlega sagt frá atburðum, er leiddu til þess, að ein af sýnum hennar þótti merkileg, svo að veru- leg athygli var veitt. Stefán hét maður Stefánsson, bóndi að Hrófbergi í Steingrímsfirði. Hann gerði út hákarlaskip, sem þá var siðvenja stærri bænda á Ströndum, og var sjálfur for- maður fyrir skipi sínu. Á hafísárunum 1882—84 var það einhverju sinni, að Stefán var í hákarlalegu djúpt norður af Gjögri. Dreif þá að hafís svo mikinn, að skipið festist í ísnum. Gengu skipverjar allir upp á ísinn, að boði Stef- áns, og var síðan ýmislegt lauslegt tekið úr skipinu, svo sem matur og nokkuð af veiðarfærum. Ennfremur segl, ef tjalda þyrfti og umbúast á ísnum. Þetta var að vorlagi, veður gott, en kalt. Stefán kvað einsætt að nota góða veðrið og skyggnast um, ef vera mætti að þeir félagar mættu bjargast í land á ísnum. Hafísinn dreif hratt inn flóann og þéttist sífellt. Þegar kom inn undir Eyjar, sáu skipverjar sér færi á að komast til lands. Geldí þeim það vel og farsællega. Þáðu þeir hinar beztu viðtökur hjá Lopti bónda Bjarnasyni í Eyjum. Meðan Stefán og þeir félagar voru í Eyjum, greiddist
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.